Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1899, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.10.1899, Blaðsíða 10
122 miklu fremur gleðjast yfir honnm, því vér lærum af honum og lyftumst hærra fyrir hann. Sá ósigur sem gjörir oss vitr- ari og betri, er aS eins blessun fyrir oss. Hann gjörir meira aS verkum til aS auSmýkja gamla manninn í oss, til aS hreinsa hvatir vorar og tilhneigingar, heldur en þaS sem vér nefnum hepni vora eSa sigur. J)aS væri auðvelt aS semja langa nafnaskrá þeirra manna, sem hafa orSiS undir í baráttunni, en sem einmitt upp úr því hafa byrjaS nýtt líf, sem hefir síSar haft blessunarrík áhrff á heiminn umhverfis. I þessu sambandi má og nefna nafn Jesú Krists. Lífssaga hans, frá jarSnesku sjónarmiSi, er ósigurs- saga. En eftirlét krossinn nokkurn blett á nafni Krists? Er þaS ekki stærsta sigurvinning lífs hans, aS hann dó eins og hann gjörSi? Var hægt aS segja, aS lífsverk hans hefSi mis- hepnast? Kristin trú er svariS upp á þaS. Kristur er leiStogi hins mikla fjölda, sem,eins og hann,hafa beSiS ósigur, en um leiS auSgaS heiminn meS sjálfsafneitunar-fórnum sínum. Enginn nefnir slíkan ósigur sem blett á nafni þeirra; hann er miklu fremur þeirra dýrSar-djásn. Sá ósigur er guSdómlega fagur. þennan sama sannleika má einnig heimfæra upp á annaS. Á heimsins máli er mótlæti og sorgir nefnt ólán. Sá er ekki kallaSur lánsamur eSa hamingjusamur, sem mætir miklu and- streymi og þungum reynslum. En kristindómurinn bregSur hér upp nýju ljósi—breiSir himneskt ljós yfir jarSlífiS, og í því ljósi verSur mæSan og sorgin fögur. ,,Sælir eru sorgbitnir“, segir Jesús, þegar hann er aS telja upp hverjir séu sannarlega sælir. í fagnaSarerindinu, sem hann boSar, er þaS ekki taliS neitt sérstakt náSar-einkenni aS sleppa hjá böli og hrygS. þvert á móti er þaS skoSaS sem merki upp á kærleik guSs, þegar hann kallar oss undir aga sinn. I mæSunni—þessum myrkvasta bletti mannlífsins, sem kallaSur er — felst þá líka hrein fegurS. Einnig þetta bendir á fegurS í ófullkomlegleikanum. Vér getum reitt oss á, aS guSs auga sér meira gott í því sem vér hryggjumst af, því sem mannlegu auga sýnist spilt og skemt,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.