Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1899, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.10.1899, Blaðsíða 12
124 lasleiká ög elli. Nokkur ár vann hann svo a‘ð missíón hér í Ameríku. þegar deilurnar risu upp, sem ollu úrgöngu Pennsylvania- félagsins úr General-sýnódunni,' var Heyer í Norðurálfunni. Af þeirri úrgöngu leiddi það, að General-sýnódan, sem áður hafði tekið að sér að öllu leyti trúboð það sem Heyer hóf, var að láta nokkurn hluta af trúboðssvæði sínu sér úr greipum ganga, sökum fjárskorts og annara örðugra kringumstæða. General-sýnódan var nefnilega að semja við trúboðs-félag úr ríkiskirkjunni ensku, að taka að sér hinn nyrðri hluta svæðis- ins, J?ar sem Rahjahmundry, sem stendur við Godavery- ána, er höfuðstaðurinn. þegar hinn aldurhnigni Heyer heyrði getið um þetta, var hann staddur á þýzkalandi, og brá þá strax við. Hann vissi, að þing Pennsylvania-félagsins átti að koma saman að skömmum tíma liðnum. Hann fór því til Ameríku, og fyrir áeggjanir hans slóst í för með honum danskur guð- fræðis-stúdent. H. C. Schmidt að nafni, sem hafði í hyggju að gjörast heiðingja-trúboði. Undir eins og Heyer kom,gekk hann fyrir þingið og fékk það áunnið,að þingið afréð að kirkju- félagið skyldi taka að sér þetta svæði, ef General-sýnódan og enska félagið vildu gefa það eftir. það tókst, og Heyer bauðst til að fara aftur og undirbúa fyrir eftirmenn sína. En um það leyti, sem hann fór, varð það að samkomulagi, að General Council tæki að sér þetta heiðingja-trúboð að öílu leyti, og hefir það haldist síðan. Árið 1869, hérum bil tveimur árum eftir að General Council var stofnað, fór Heyer, hinn fyrsti heiðingja-trúboði General Councils, aftur á stað til Indlands, þá 77 ára gamall. Hann settist að í Rajahmundry, og var því sem næst alt í ólagi er hann kom þar; en hann vann af miklu kappi að því, að koma skipulagi á alt starfið. Fyrsta árið, sem hann starf- aði þar, voru 107 heiðingjar sldrðir. Áður en hann fór fyrir fult og alt burt af Indlandi, var Schmidt, sem áður er nefndur, genginn í þjónustu General Councils sem trúboði og kominn á staðinn. Hann hefir starf- að þar því sem næst alt af síðan, og hefir um langan tíma

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.