Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1899, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.10.1899, Blaðsíða 6
sem lítil stúlka, og þar hafSi hún þekst sem hin auöuga greifa- dóttir. Hún ætlaði aS sigla fram hjá Hamborg til Danmerk- ur; en hvernig sem hún reyndi gat hún J?aS ekki, því alt af var sterkur mótbyr. Hún gekk því á land á sínum æsku- stöSvum, og var beöin að tala fyrir verkamönnunum í ein- hverjum stærsta samkomusal bæjarins. Margir urSu samt til aS vara hana viS því, aS tala þar. Henni var sagt, aS henni mundi aldrei takast þaS, því svo mikiS mundi safnast þar sam- an af anarkistum, guSleysingjum og æSisgengnum skríl, aS henni mundi aldrei auSnast aS koma nokkru lagi á þann hóp. En hún treysti guði sínum og hræddist ekkert. þegar hún kom í salinn, var hann orðinn troSfullur af fólki og var mikill órói hvervetna í salnurn. Svo fór hún aS tala. I fyrstu var hlustaS á hana. En þegar hún fór að segja þeim frá Jesú Kristi, fór þingheimur að hlæja. þeir þóttust ekki vera upp á Krist komnir. Svo tók hún æftir því, aS hópur manna var að brugga eitthvaS með sér, og litlu síðar kom' einn hinn svaSalegasti úr hópnum með barefli í hendinni og óð upp að henni, þar sem hún stóS á ræðupallinum, reiddi upp kylfuna og miSaði henni á enniS á henni; en henni brá ekki, heldur gekk hún beint framan aS manninum, lagði höndina á öxl honum, kallaSi hann vin sinn og ávarpaði hann meS svo kröft- ugum orðum, aS hann hætti viS fyrirætlan sína. Svo hélt hún áfram ræðu sinni; en í hvert skifti, sem hún nefndi Krist, fór skríllinn aS hlæja. Hún sá.aS svo búiS mátti ekki standa. Hún bað því áheyrendurna að lofa sér að segja eina setningu, og ef nokkur í salnum hlægi aS henni, skyldi hún hætta að tala. Svo bað hún guS heitt og innilega aS leggja sér orð í munn og koma orSi sínu til varnar. Setningin var aS eins mjög einfaldur boðskapur um Jesúm Krist og hans frelsandi náS, en svo mikill guSs andi og alvara fylgdi orðunum, að enginn einn einasti maSur í salnum hló. Upp frá þeirri stundu hafði hún áheyrendurna í hendi sér. Hún hélt margar fleiri sam- komur í Hamborg, og hafSi stórmikil áhrif á verkamannalýð- inn til góðs. Fyrir eitthvað ári síðan kom hún til Ameríku. SkipiS hennar kom líka, og fór hún á því upp St. Lawrence-fljótið

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.