Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1899, Page 4

Sameiningin - 01.12.1899, Page 4
kosti af trúarlöngun í sömu átt. En hinsvegar getr það orðið til góös, ef rétt er með farið, að líka heyrist á fundum þessum annarlegar raddir; því við það kemr í ljós vöntunin og veik- leikinn, sem fyrir er í safnaðarlífinu á þeim eða þeim staðn- um, bending um það, hve fjarri því vér enn erum innan safn- aða vorra, að allir sé komnir til fullkominnar einingar í trúnni; en jafnframt býðst þá og ágætt tœkifœri til þess að vitna um sannleik kristindómsboðskaparins og kryfja til mergjar ýmsar af kenningum þeim, sem fara í gagnstœða átt.—Yfir höfuð má segja, að trúarsamtalsfundir þeir, sem hér er um að rœða, hafi heppnazt vel. Vonanda, að þeir verði kristindómslífinu á hinum ýmsu stöðum að meira eða minna leyti til stuðnings og glœðingar. Og ef nokkuð má ráða af hinum hjartanlegu viðtökum, sem aðkomnu prestarnir fengu við þetta tœkifœri bæði í söfnuðunum í Norðr-Dakota og Minnesota, hvernig fólki gezt að þessum fundahöldum, þá má fullyrða, að það sé einkar vel. Kirkjuvígsla. Sunnudaginn 3. Desember, fyrsta sunnudag í aðventu, vígði séra Jón Bjarnason, forseti kirkjufélagsins íslenzka, raeð aðstoð þeirra séra Friðriks J. Bergmanns og séra Björns B. Jónssonar kirkju safnaðarins í Lincoln county í Minnesota. Vígsluathöfnin fór fram samkvæmt kirkjuvígsluformi því, sem endr fyrir löngu er prentað í ,,Sam. “II, 11 (Jan. 1888). Og hefir ávallt eftir því formi verið farið, þegar kirkjur tilheyr- andi söfnuðum kirkjufélags vors hafa verið vígðar. það er injög fagrt og hátíðlegt. Séra Jón Bjarnason prédikaði og við það tœkifœri og lagði út af Lúk. 14, 27—30. Talaði hann um köllun þá, sem allir kristnir menn hafa fengið af drottni til þess að uppbyggja guðs hús í tvöföldum skilningi, — guðs hús í sjálfum sér og guðs hús félagslega í söfnuðinum —, og sérstaklega um það, hvers þeir allir verða að gæta, sem ineð blessunarríkum árangri eiga að geta unnið að uppbygg- ing guðs húss í hinum síðar nefnda skilningi þess orðs.—Nokk- ur hópr af söfnuðinum var til altaris við guðsþjónustu þessa,

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.