Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.12.1899, Qupperneq 7

Sameiningin - 01.12.1899, Qupperneq 7
15* Svo var þaö, aö meöan nokkrir samferðamenn mínir sjá- anlega tignuöu helzt eitt útlent og suörœnt goð, voru góö- skáldin íslenzku mínir förunautar og hálfgjörðir dýrölingar. Maör getr á slíku ferðalagi, með þetta andlega föruneyti, þeg- ar andinn hrífr mann ,,upp á háfjalla tind“ freistazt til aö trúa því, að lífið þar heima líkist meira skáldskap en nokkru ööru. Og það er að líkindum ein ástœðan þess, hve mörg og góð skáld ísland hefir alið, — og þá, ef til vill, eins hins, hve ónýtt og óhagsýnt, verklega dreymanda og andlega deilu- gjarnt, þetta sama skilningsgóða og skáldmælta fólk getr oft orðið í félagslífinu og framkvæmdunum. Á þessum síðasta áfanga ,,heim'‘ vaknaði eg ekki fyrr en inni á Skagafirði, skammt frá útlegðarstað hins gáfaða og gæfusnauða skálds Grettis, — Drangey. Hinir ljótu fugla- flekar hjá eynni vöktu í huga mér hryggðarsögu útlagans og ýmsar aðrar náskyldar sorgarsögur. Eg vildi óska, að ein- hverjum ,,dýravin“ tœkist að koma í veg fyrir veiðiaðferðina, sem eg nefndi. Og það ætti að vinnast, því það er vafamál, hvort Island á nú færri dýravini en mannvini, ef dœmt skal eftir löggjöf og meðferð ýmsra þurfamanna og sjúklinga, t. d. vitskertra. Ekkert kristið land, með dálítil fjárráð og fram- fara-viðleitni, myndi fara eins að og þar er gjört, þó það láti illa í eyrum að segja slíkt opinberlega. það þarf að ítrekast og segjast upphátt, sem gott fólk fólk finnr til og talar um sín á meðal, hvar sem Islendingar búa, að það sœmir illa kristnu landi og lýð allt sveitastjórnar- þrasið, öll málaferlin og Pílatusar-réttvísin, sem þrávalt kemr fram út af því einu, að einhver verðr efnalega ósjálfbjarga. Stundum eru sjálfir prestarnir, sem sveitaoddvitar og leið- togar, dregnir, án efa oft hálf-nauðugir, inn í ókristilegar deil- ur og málaferli. Eg játa, að fátoekramálin eru vandamál í landi fátœktarinnar. En það er kristindóms-fátœkt eða kær- leiks-fátœkt, sem stundum getr orðið tilfinnanlegast í þjóðfé- laginu, og ekki sízt gagnvart hinum snauða. Eg minnist hér tveggja sveitarfélaga, stór-myndarlegra, er deildu um eina stúlku, sem þau óttuðust að yrði mannaþurfi. J)ess vegna mátti enginn ráða hana í vist, ekki hýsa hana né hjálpa henni

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.