Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.12.1899, Qupperneq 10

Sameiningin - 01.12.1899, Qupperneq 10
154 Næsta sunnudag, kl. 11 árdegis, var haldin guðsþjónustá í Breiöuvík í hinu nýbyggöa skólahúsi aö Hnausum. þaö var í fyrsta skifti, sem nokkrir höföu komið saman í því, og bað skólanefndin mig að minnast á húsið og tilgang þess við þetta tœkifœri. það gjörði eg. Guðsþjónustan var vel sótt og hafði eg sérstaka ánœgju af að prédika guðs orð í þeirri sveit, sem eg einu sinni átti heima í og sem eg tel enn hið helzta heimili mitt, þar sem foreldrar mínir búa þar. Samskot í kirkjufélagssjóð voru tekin við þessa guðsþjónustu, $4,50.— Kl. 4 síðdegis sama dag hafði eg guðsþjónustu í skólahúsi Geysisbyggðar—upp með Islendingafljóti. þar var troðfullt hús, þegar eg kom. Næstu tvær nætr gisti eg hjá Sigurði Nordal, er einnig lánaði mér hest til reiðar um alla byggðina. Og hafði eg hina mestu skemmtan af að ríða um hina góðu vegi og sjá hina fögru byggð upp með fljótinu. Bæði í Breiðuvíkinni og Geysisbyggðinni hitti eg marga fornkunn- ingja mína, og hafði eg ekki sízt skemmtan af því að hitta ýmsa gamla lærisveina mína frá þeim tíma, er eg var kennari í þessum byggðum. í Geysisbyggðinni er haldið uppi sunnudagsskóla af skóla- kennaranum þar, J. Magnúsi Bjarnasyni, samt fjórum konum, er allar starfa af mikilli alúð að þeim málum, en þær sjálfar þakka Magnúsi Bjarnasyni það mest, að hann komst á fót. Seinni hluta vikunnar hélt eg suðr í Árnesbyggð, og fylgdi Björn Skaftason mér þangað, á báti að mestu leyti, og hafði hann yfir höfuð talsvert fyrir mér á þessari ferð minni. Fram að næstu helgi heimsótti eg í Árnesbyggðinni það, sem eg gat, og gisti eina nótt hjá Stefáni Sigurðssyni á Víði- völlum og tvær nætr hjá Gísla Jónssyni á Laufhóli. Næsta sunnudag, 12. Nóvember, prédikaði eg á tveim stöðum í byggðinni, kl. 11 árd. í Árnesi og kl. 4 síðd. í syðra skóla- húsi Árnes-skólahéraðs. Fjölmennt var við fyrri guðsþjón- ustuna, en fátt við hina seinni. Eftir guðsþjónustuna fór eg heim til Jóhannesar Magnússonar og keyrði hann mig daginn eftir að Gimli. Hélt eg svo þar til að miklu leyti það, sem eftir var þessarar veru minnar í Nýja Islandi, og hafði eg aðsetr mitt hjá þorbergi Fjeldsteð; en heimsótti fólk á Gimli

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.