Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.12.1899, Qupperneq 11

Sameiningin - 01.12.1899, Qupperneq 11
155 og annarsstaSar í byggöinni þaö, sem tíminn leyföi. þegar á leið vikuna, fór eg suör í syöri hluta Víðinesbyggðarinnar og og dvaldi hjá Benedikt Arasyni í Kjalvík, en Tryggvi sonr hans reið með mér um byggðina og heim til manna. Næsta sunnudag, 19. Nóvember, prédikaði eg í tveim stöðum í byggðinni: kl. 11 árd. í Kjarna-skólahúsi, fyrir sunn- an Gimli,en kl. 3 síðd. á Gimli í kirkjubyggingunni, sem byrj- að var að reisa þar áðr en hin mikla eyðilegging geysaði yfir hin andlegu málefni Nýjaíslands. Enn er þessi kirkjubygg- ing ekkert nema skrokkrinn; því ekkert hefir verið gjört við hana síðan hið mikla fráhvarf kom fyrir. En hún er óum- rœðilega sláandi vottr þess, sem fyrir hefir komið, og lexía, sem Gimli-menn og Ný-íslendingar almennt ætti að skilja. Dálítil kristileg starfsemi á sér samt stað á Gimli. Tvö kvenfélög eru þar, sem bæði vilja vinna eitthvað í kristilega átt. Sunnudagsskóli er þar einnig, undir stjórn Mrs. þor- bjargar Paulson. þennan sunnudag, sem guðsþjónustan var haldin, hafði kirkjan verið undirbúin að svo miklu leyti, sem unnt var eftir því, sem á stóð. þar var einnig æfðr söngflokkr undir stjórn Sigurðar Thórarensens, er ásamt organ-spili hjálpaði mjög mikið til að gjöra guðsþjónustuna hátíðlega. A þriðja hundr- að manns, á að gizka, var viðstatt, og var það mjög ánœgju- legt, hve vel var sótt samkoman þrátt fyrir vonda vegi rétt þá. Næsta miðvikudag, 22. Nóv., lagði eg á stað úr byggð- inni, fór keyrandi til næstu járnbrautarstöðva, Teulon, og þaðan með eimlestinni til Winnipeg daginn eftir. Talsverðr vaknandi áhugi er víða f Nýja Islandi og sér- staklega á Gimli fyrir því að byrja aftr á kristilegu safnaðar- starfi. En guð þarf að vera með í verkum, ef áhuginn á að verða nógu sterkr til framkvæmda. það er mikið og sorglegt tjón fyrir íslendinga, sem eru landlausir eða hafa á seinni árum verið að dreifast hingað og þangað um alla heimsálfuna, þar sem þeir hljóta að tapast úr voru þjóðerni, að því hefir ekki verið sinnt, að taka landið í Nýja íslandi, sem sjálfsagt á eftir að verða blómleg byggð, er svo stór, að þar getr lengi þróazt íslenzkr félagsskapr, og

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.