Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1899, Page 13

Sameiningin - 01.12.1899, Page 13
sem eg var í byggöinni, til að rœða um prestsþjónustumál safnaðarins. Varð niðrstaða fundarins sú: að senda köllunar- bréf til séra Rúnólfs Marteinssonar, til að biðja hann að þjóna söfnuðinum 6 mánaða tíma á næsta ári, gegn $300 launum. þessi upphæð kom inn í loforðum á fundinum. Eiga íbúar þingvallanýl. og Lögbergsnýl. mikinn heiðr skilið fyrir þann mikla áhuga, sem þeir hafa sýnt í safnaðar- og kirkjufélagsmálum, þrátt fyrir þá ófullkomnu þjónustu, sem þeir hafa haft frá kirkjufélagsins hálfu hingað til. það er álit mitt, að óvíða sé meiri þörf á þjónanda presti heldr en í Norðvestrlandinu frarn með M. & N. W. brautinni. í kring um norðvestr-enda brautarinnar eru um 50 ísl. fjöl- skyldur, fyrir utan þær 16 ísl. fjölskyldur, sem búa í Vatns- dalsbyggðinni, sem er 30 mílur fyrir sunnan Churchbridge. í Saltcoats eru 3 fjölsk. (16 sálir), í Yorkton 5 fjölsk. (25 sálir); fyrir vestan Yorkton, við Foam og Fishing-vötnin, eru 5 eða 6 ísl. fjölsk. Svo er öll Manitobavatns-byggðin fyrir norðan Westbourne. þetta er að vísu mjög stórt verksvið fyrir einn prest, en þvf stœrra, sem verksviðið er, því meiri er einnig þörfin á að fá fastan þjónanda prest á þessu svæði. í þingvalla-nýlendu dvaldi eg rúrnan vikutíma. þaðan var eg keyrðr suðr til Vatnsdals-nýlendu í Qu’Appelle-dalnum. þar er fögr sveit og frjósöm, en kirkjulegi jarðvegrinn þar er enn nálega órœktaör. Eg flutti þar eina messu, og var hún vel sótt. Fundr var haldinn í félagshúsi byggðarinnar eftir messuna, og var það afráðið, að biðja séra Rúnólf að koma þangað suðr, ef hann tœki köllun safnaðarins í þingvalla-nýl., og flytja þar messu. Byggðarmenn voru ekki til þess búnir að ráða til sín prest fyrir neinn ákveðinn tíma, fyrr en þeir hefði séð prestinn og kynnzt honum. Frá Qu’Appelle-dalnum var eg keyrðr suðr til Moosomin, 30 mílur. þaðan fór eg hinn 7. Okt. til Brandon. I kirkju Brandon-safnaðar flutti eg tvær messur hinn 8. og tók 18 manns til altaris. Landar eru heldr að fækka í Brandon. Margir hafa flutt þaðan á síðastl. ári. Samt er víst safnaðarlífið óvíða í öllu betra horfi innan prestlausra, safnaða heldr en þar.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.