Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1899, Page 14

Sameiningin - 01.12.1899, Page 14
Frá Brandon fór eg til Reston. Tfu til fimmtán mílur þar fyrir vestan er Laufásbyggóin. þar flutti eg messu hinn ii., á heimili Jóns Abrahamssonar, og skíröi eitt barn. Eftir messu var prestsþjónustumál safnaðarins rœtt. Var fram- kvæmdum í því máli frestaö þar til safnaöarfundr verör hald- inn. En miklar líkur eru til þess, að söfnuðrinn biðji kirkju- félagið að veita sér mánaðar prestsþjónustu á komanda ári, gegn ákveðnum launum. I Laufásbyggðinni hafa lesti arsamkomur verið haldnar annan hvern sunnudag, og sunnudagsskóli þá sunnudaga, sem ekki hefir verið lesið. — I Brandon eru guðsþjónustur og sunnudagsskóli á hverjum sunnudegi. Hinn 12. Okt. kom eg heim aftr úr ferðinni. Mér var tekið vel allsstaðar þar sem eg kom. ------------------- í Ágústmánuði síöastliðnum var upp til sveita í Norvegi, norðan fjalls, í Raumsdal, haldið stór-merkilegt trúmálaþing —norrœnn kristilegr stúdentafundr. Og voru þar saman komnir 415 svo kallaðir ,,stúdentar“, þ. e.: yngri og eldri menn, er notið hafa œðri menntunar; flestallir frá Norðrlönd- úm, þar á meðal einn íslendingr: séra Jón Helgason, prestaskólakennari. Af annarra þjóða mönnum voru þar að eins 3 Ameríkumenn og 1 þjóðverji. þetta var fimmta og lang-mesta samkoma þeirrar tegundar, sem haldin hefir verið á Norðrlöndum. Meðal ,,stúdentanna“ voru ýmsir hinna fremstu lærdómsmanna og spekinga á Norðrlöndum, eins og t. a. m. Friðrik Petersen og S. Michelet, háskólakennarar í Kristjaníu; M. Pfannenstill, háskófakennari í Lundi; F. C. Lundin, rektor í Uppsölum; Gustav Jensen, hinn frægi norski prestr; Alfred Schack, ágætr danskr prestr og rithöfundr, og Skovgaard-Petersen, annar mjög merkr, en ungr prestr í Dan- mörk. Og sízt að gleyma Kristjaníu-prestinum Kr. M. Eck- hoff, sem talinn er hinn eiginlegi upphafsmaðr þessara kristi- legu stúdentafunda á Norðrlöndum. þetta var trúarsamtals- fundr í ákaflega stórum stýl, og stóð hann yfir í 8 daga. Um- talsefni voru þessi hin helztu: kristindómr og siðferðisleg

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.