Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1900, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.02.1900, Blaðsíða 9
i85 jaröarförina var mælt fyrir skálum og meöal annars höfö fyrir texta þessi hending: ,,Hva8 er svo glatt sem gó5ra vina fundr? “ Skömmu síöar var eg staddr viö útför, þar sem allt þótti í hófi fara, en bæöi sá menn veröa ölvaða og heyrði þar ,,skála-rœöur“. Meöal Vestr-Islendinga eru vínveitingar að vísu úr sögunni við allar jarðarfarir og nálega allar veizlur, en hve nær skyldi oss verða þaö ljóst, aö allar erfisdrykkjur eru óviðeigandi og af heiöinglegum uppruna ? — Eg sá eitt skifti kínverska útför í Chicago, og hún var ekkert nema átveizla. Og hún var í sannleika óskemmtileg. En þótt einhverjum þyki það illa sagt, þá er þaö sú eina veitinga-athöfn, sem eg man eftir að hafa séð við jarðarför utan íslendinga, — án þess eg vilji líkja þeim þjóöum saman aö öðru leyti, því það er mjög fjarri mér. Sú var einnig tíöin, að Ameríkumenn héldu erfisdrykkjur. Á þeirri tíð var víndrykkja og trúleysi mjög ráðandi hér, einkum nokkru eftir frelsisstríðið. Prestarnir voru þá einnig fyllilega wíT og drukku sig ölvaða við jarðarfarir.—En eftir það fráhvarf kom aftrhvarf. í stað trúleysis kom trú. Prestarnir sáu að sér og prestaköllin fylgdu. í staö erfis- drykkjunnar kom altarisgangan. Og þanrig er það enn í þessu landi eftir ioo ár. Hjartans feginn vildi eg óska, að þannig fœri hvervetna meðal vor íslendinga, —• að þessi aftrhvarfssaga yrði hjá oss ítrekuð. þessi fundr prestanna í Húnavatnssýslu, sem er nálega einn í sinni röð, og þeim til sóma, stóö of stutt. I rauninni var ekki setið á fundi nema hálfan dag. En þegar prestar hafa komiö langa leiö, ætti þeir aö dvelja lengr saman og rœða mál sín og kirkjunnar, ekki sízt þegar svo margt and- legt starf er í óefni komið og sjaldan er unnt að finnast. Hinn lögskipaði héraðsfundr hafði misheppnazt greinilega. Prestrinn, sem faliö hafði verið að prédika, kom ekki, og lögmætr varð hann ekki, auk þess að hann var illa sóttr úr héraðinu, þar sem hann skyldi haldinn. Aftr verðr það ekki sagt um prestafundinn. Mér þótti sjálf- um vænt um hann, og man eg vel eftir þeim degi sem einum

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.