Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1900, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.02.1900, Blaðsíða 5
181 hvers vegna vér fremr ættum aö þakka honum en hann oss. það var eitt sinn, að menn bjuggu sig til að greiða honum Lincoln okkar þakklætis-atkvæði fyrir það, að hann gegndi forsetastarfi á fundi einum f Illinois; en ]?á lét hann þá hætta við það. Hann kvaðst hafa reynt að gjöra skyldu sína og þeir hefði reynt að gjöra þeirra skyldu. Og hélt hann, að það gæti vegið hvað á móti öðru. ‘ ‘ Moody kom á fót fjórum kristilegum menntastofnunum : tveim akademíum fyrir drengi og einum kvennaskóla í North- field, og biblíufrœðaskóla í Chicago. Dr. Weidner, forstöðu- maðr prestaskólans lúterska í Chicago, kenndi um tíma á þessum síðastnefnda skóla Moody’s. Til að halda stofnunum þessumí gangi hafa að undanförnu þurft 125 þúsundir dollara. Og hefir Moody sjálfr lagt mest-allt það fé til. Hefir honum innhenzt það á prédikunarferðum sínum. En nú er við fráfall hans ákveðið, að hafa upp með samskotum þrjár milíónir dollara, mynda þar af sjóð og láta renturnar bera kostnaðinn, sem áframhald kennslustofnana hans hefir í för með sér. Að því leyti, sem Moody heyrði nokkurri sérstakri kirkju- deild til, þá var það Kóngregazíónalista-kirkjan. En annars tók hann nálega ekkert tillit til kenningar-afbrigða þeirra, er aðgreina hina ýmsu evangelisku kirkjuflokka. Og lá að sumu leyti styrkr hans í því, en að sumu leyti líka veikleiki hans. Veikleiki stefnunnar hefir þó miklu fremr komið fram hjá uppvakningarprédikurunum ýmsu, sem hafa verið að reyna til að stæla hann, en honum sjálfum. þeim hefir svo oft hætt við að koma kristnu fólki til að ganga fram hjá sinni eigin safnaðarkirkju og vera í andlegu tilliti allsstaðar og hvergi. En Moody gjörði sér yfir höfuð að tala far um að draga menn inn í kirkjuna, festa þá í safnaðarkirkjunum þeirra og koma þeim til þess að láta þar ljós sitt skína. Hann trúði hiklaust á biblíuna sem guðinnblásið sáluhjálparorð. Og aðalatriði kenningar hans var æfinlega kærleikr guðs og hin frelsandi náð hans í Jesú Kristi. Hann var heitr tilfinn- ingamaðr og lagði líka mikla áherzlu á það f prédikunum sín-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.