Sameiningin - 01.03.1900, Side 7
3
sínum var staddr í dýpstu og sárustu niðrlæging sinni. Út af
gyöinglegri fyrirmynd komst þessi föstuhaldssiðr á í forn-
kristninni. Gyðingar töldu þann sið alveg sjálfsagðan, þegar
allsherjar hryggðarefni var á ferðinni eða reis upp í huga
þeirra frá liðnum tíðum. Og kristnaðir Gyðingar, sem ein-
mitt voru frumstofn kristilegrar kirkju, fluttu sið þennan með
sér inn í kirkjuna. Jesús hafði að vísu aldrei gefið lærisvein-
um sínum neitt föstuhaldsboð, en hinsvegar hafði hann ekki
bannað þennan helgisið. Og svo hafði hann einnig sagt það
fyrir, að sú tíð myndi koma, að þeir-—rétt eins og af sjálfu
sér — myndi fasta, — hin makalausa hryggðartíð, þá er brúð-
guminn yrði tekinn frá brúðkaupsgestunum, meistarinn frá
lærisveinunum, — og þá myndi þeir ekki geta látið vera að
fasta. þar er af honum sjálfum skýrt bent til písla hans og
krossdauða og út af þeim makalausu hryggðaratburðum sögð
fyrir fasta í lífi lærisveinanna. Og að því, er lærisveinahóp-
inn upphaflega snertir, þá er auðvitað, að spádómr þessi hefir
bókstaflega rætzt. því geta má nærri, að þeir hafa í sann-
leika fastað, sökum hryggðar verið ómóttœkilegir fyrir alla
líkamlega nautn, tímann allan, sem leið frá því meistara
þeirra var óaftrkallanlega hrundið út í píslir friðþægingarinnar
þangað til hann var frá dauðum upp risinn og vissan um upp-
risu hans var rótföst orðin í sálum þeirra.
Föstutíðin næst á undan páskum var þá líka upphaflega
í kristninni að eins fjörutíu ldukkustundir, jafn-langr tími og
menn samkvæmt guðspjallasögunni hugsuðu sér að liðið hefði
frá krossfesting Jesú til upprisu hans. En mjög snemma
fœrðist sú hryggðartíð út í kristnum söfnuðum, fyrst út yfir
vikuna alla fyrir páska, dymbilvikuna, þar næst út yfir þrjár
vikur, og loks yfir það tímabil allt, sem nú langa-lengi hjá oss
Islendingum hefir nefnt verið langafasta (eða sjöviknafasta).
Eiginlegabyrjaði þó föstutíð þessi ekki í reyndinni hjá forfeðrum
vorum fyrr en með hinum svo nefnda öskudegi, miðvikudeg-
inum næsta á eftir sunnudeginum í föstuinngang. Og alla
sunnudagana á þessu tímabili voru menn undanþegnir föstu-
haldi í bókstaflegum skilningi. Regluleg fasta stóð þannig
yfir fjörutíu daga með tilliti til föstu frelsarans í eyðimörkinni