Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1900, Síða 12

Sameiningin - 01.03.1900, Síða 12
s þingi var slitið laust eftir hádegi 4. Okt., og hafði það þá "staðið yfir á 7. dag. Um morguninn þann dag lögðum við séra Björn aftr á stað frá Chicago, ánœgðir með að hafa fengið að sitja á þessu þingi G. C.s. Komum við við í Milwaukee, Wis., aðallega til þess að hitta séra Hans B. Thorgrímsen, sem er þar prestr norsks safnaðar. Tók hann ljómandi vel á móti okkr. Er Islendingrinn í honurn enn þá sterkastr, og kom það í ljós, að hann kysi heldr að vera á meðal landa sinna en Norð- manna. Viðstaðan hjá honum var of stutt, því seint um kvöldið þurftum við á stað, séra Björn í missíónarferð til Duluth, en eg áleiðis heim. Tók eg að vísu krók á mig og fór til Minneota, dvaldi þar fram yfir þá helgi og embættaði fyrir séra Björn á sunnudaginn í Minneota og Marshall. Var mér ágætlega tekið á báðum stöðum og margt fólk saman komið við báðar guðsþjónusturnar. Stór ánœgja var mér að hitta góða vini og gamalt safnaðarfólk. Leiðrétting:-—I greinarpartinum, sem stendr í Janúar- númerinu, gat eg þess, að G. C. héldi þing vanalega annað hvert ár ; en það hefir ekki verið nema síðan 1889. Áðr var þing 'naldið á hverju ári, nema að eins í eitt skifti. Missíónarfeið til Alberta. Eftir séra Rúxói.r Marteinsson. í ferð þessari var eg nærri tvo mánuði. Á leiðinni vestr stóð eg við nokkra daga í Brandon og prédikaði í íslenzku kirkjunni þar sunnudaginn 17. Des. síðastliðinn. Tóku Bran- don-íslendingar mér mjög vel, og þykir þeim mjög vænt um, þegar prestar kirkjufélagsins koma þangað til að prédika. Eg hlustaði á kennslu í sunnudagssólanum þann sunnudag, og gazt mér vel að því, sem fram fór. Börnin voruþáað búa undir jólatrés-samkomu. þau kusu nefnd til að sjá um tréð og prýða kirkjuna. Allt þetta fór samt fram undir umsjón for- stöðumannsins, hr. Gunnlaugs E. Gunnlaugssonar. Áðr hafði verið haft meira eða minna af ensku á þessum

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.