Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1900, Qupperneq 13

Sameiningin - 01.03.1900, Qupperneq 13
9 samkomum. í þetta skifti var ákveðiö, að láta allt fara fram á íslenzku. Eg tók eftir, að sumum börnunum lá við að gjöra uppreisn út af þessu ; en j?ó felldu ]?au sig við að hafa þetta þannig. Samt tók eg eftir ]?ví, meir en víðast hvar annarsstaðar meðal Islendinga, að börnin, sem vaxa }?ar upp, eru orðin ákaflega ensk, tala miklu meira ensku en íslenzku og eru yfir höfuð með heldr litlum íslenzkum blæ. þetta stafar eflaust einkum af því, hvað Islendingar eru fáir í bœnum. Mér þótti samt vænt um börnin. þau mynduðu söng- flokk kirkjunnar, og í þeirra hópi voru tvær stúlkur, sem á víxl spiluðu á orgelið. Kirkjufélagið ætti að sinna þessum litla hópi í Brandon eins mikið og mögulegt er. Meðan eg dvaldi þar var eg hjá hr. Ara Egilssyni. Að morgni hins 20. Des. kom eg til Calgary, hitti þar nokkra Islendinga og hélt áfram daginn eftir með Edmonton- brautinni norðr til Innisfail. þar hitti eg einn af ungu mönn- unum úr íslenzku nýlendunni, Helga Bardal, er var rétt að leggja á stað heim til sín, þegar eg kom. Eg fékk keyrslu með honum og komst samdœgrs til Jóhanns Björnssonar, sem er póstafgreiðslumaðr á Tindastóls-pósthúsi. í húsi hans hafði eg aðal-aðsetrsstað minn meðan eg dvaldi í byggðinni. Á aðfangadagskvöld jóla var jólatrés-samkoma að Tinda- stól, og hafði kvenfélag byggðarinnar, er nefnist ,,Vonin“, komið henni á. Hr. Jón Kjærnesteð stýrði samkomunni. Börnin sungu nokkra jólasálma. Hr. Kjærnesteð flutti lipra rœðu um jólatréð og þýðing þess. Gjöfum var útbýtt og menn óskuðu hver öðrum gleðilegra jóla. í sambandi við samkomuna flutti eg prédikun og talaði til þeirra, sem komu, um tilgang minn með því að koma í byggðina og fyrirætlanir mínar meðan eg dveldi þar. A jóladaginn flutti eg guðsþjónustur í tveimr öðrum stöðum byggðarinnar, í Hóla-skólahúsi og í húsi Jóns Pétrs- sonar. Voru þær guðsþjónustur báðar fámennar, og þótti mér það slæmt með hina fyrri ; en um hina síðari er það að segja, að í þeim parti byggðarinnar er fátt af íslendingum og því ekki við mörgum að búast. En viö þessa seinni guðs-

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.