Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1900, Page 14

Sameiningin - 01.03.1900, Page 14
10 þjónustu var einn Englendingr viö staddr. Hann skildi ekk- ert orð í íslenzku ; en hann sagöi mér, aö sér hefði fundizt það svo ójólalegt að sitja heima og sœkja enga guösþjónustu ; og óskaði eg, að j?eir landar mínir, sem ekki sótíu neina jóla- guðsþjónustu, hefði haft sömu tilfinning. paö kom oftar fyrir, aö enskumælandi menn sóttu guðs- þjónustur rnínar, og í eitt skifti gaf eg þeim útdrátt úr prédik- aninni á ensku. Yfir höfuð viröist vera gott samkomulag með Islendingum og nágrönnum þeirra af öðrum þjóðflokkum. Hér eins og annarsstaðar ber á samtakaleysi vor Islend- inga. Landiö er nefnilega að verða upptekiö af annarra þjóða mönnum. Mikiíl innflutningr hefir verið inn í lands- svæðið meöfram Edmonton-brautinni, þar sem gott, ónumiö land var til. Mikið af löndum hefir þannig í sumar verið tek- ið fyrir austan þessa íslendinga-byggð og eigi all-lítið jafnvel inni í byggðinni sjálíri. Hví erum vér Islendingar að dreifast út um alla heimsálfuna, allt af að leita oss aö landi á nýjum svæðum, í staðinn fyrir hið eina skynsamiega, að gefa stœrri byggðunum, sem þegar eru myndaðar, fyrsta tœkifœrið og leita fyrst fyrir oss þar ? Vér eyðileggjum vort þjóðerni og vorn þjóðernislega félagsskap með því að dreifast svona. þetta kemr brátt í ljós, þegar maðr fer að tala um safnaðar- myndun í hinum smærri byggðum. ]tá er manni undir eins sagt : ,,]>etta getum við ekki; við erum svo fáir. “ En hvers vegna ekki fleiri ? þarna í Alberta hefði getað verið stór og blómleg byggö, eí landar hefði sinnt henni betr. Hún getr meira að segja enn orðið stór ; því inikið er til af ónumdu landi fyrir vestan byggðina. Ekki verðr annað sagt en að í veraldlegum efnum líði Islendingum þar heldur vel. Hinn 27. Des. byrjaði eg að lesa með börnum og ung- rnennum. í því er mikið verk til að vinna í byggðinni. Menn eru búnir að vera þar úti ein 9—12 ár, og á þeim tíma hafa nærri engin ungmenni úr byggðinni verið fermd, að undan- skildum fáeinum, er biskup ensku kirkjunnar í Calgary fermdi fyrir nokkrum árum. Á þessum tíma hefir mjög lítil kristin- dómsuppírœösla átt sér stað. Sumt af þessu unga fólki er

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.