Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1900, Qupperneq 15

Sameiningin - 01.03.1900, Qupperneq 15
vaxiö upp og komiö undir þrítugt, ófermt. Margt af því brestr kjark eöa vilja til aö fara nú nokkuö að sinna kristi- legri uppfrœðslu ; því finnst þaö, samkvæmt íslenzkum hugs- unarhætti, orðið of gamalt, og, ef til vill, vex því í augum það erviði, sem því er samfara að uppfrœðast í kristindómi. því miðr eru sumir foreldrarnir ekki eins hvetjandi í þessu tilliti eins og þeir ætti að vera. Með öllu móti reyndi eg að vekja fólk til alvarlegrar um- hugsunar um þetta mái og útrýma þeim rammskakka íslenzka hugsunarhætti, að það sé skömm að fermast, að játa trú sína á frelsarann, þegar maðr sé orðinn gamall ; en á suma hafði það engin sjáanleg áhrif. Samt var margt af unga fólkinu, sem til mín kom til uppfrœðslu, eldra en fjórtán ára, og hefi eg um allflest börn- in og ungmennin, sem til mín komu, gott eitt að segja, að því, er íramkomu og ástundan þeirra snerti meðan eg var meö þeim ; en ekki er því að neita, að sum þeirra voru mjög fáfróð í öllu kristilegu. Ekki get eg heldr sagt um það, hvaða áhrif þessar stundir, sem við vorum saman, höfðu á trúarlíf þeirra, hvort nokkur neisti sannrar og lifandi trúar á frelsar- ann kviknaði í brjóstum þeirra, hvort nokkur alvarleg hugsun um sálarástand þeirra vaknaði hjá þeim eöa ekki. Guð einn og þau sjálf hvert fyrir sig vita það. Til þess að gjöra byggðarmönnum sem hœgast fyrir las eg með ungmennum á þremr stöðum, og var eg sinn daginn í hverjum staðnum og notaði vanalega alla virku daga vikunnar til þess. þetta útheimti talsvert feröalag ; því þessir staðir voru 6—io mílur hver frá öðrum. Með það hjálpuöu byggðarrnenn mér mjög vel. Stundum keyrðu þeir mig ; en oftast hafði eg reiðhest og fór þannig ferða minna. Hr. Jóhann Björnsson lánaði mér um tíma reiðhest, og allan semni hlutann af dvöl minni í byggðinni hafði eg hest, sem hr. Jósef Stefánsson lánaði mér, og fékk eg aldrei að ganga nokkurn spöl á þessum ferðum mínum. þetta veittu þeir mér endrgjaldslaust. Ferðirnar um byggðina voru mjög skemmtilegar. Fólkið var æfinlega gott að heimœkja. Undantekningarlaust tók

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.