Sameiningin - 01.03.1900, Page 16
12
hver einasti ma5r í byggöinni vel á móti mér, er eg kom að
heimsœkja þá, og yfir höfuð vildu allir greiöa götu mína eftir
því, sem þeim var unnt. þeir, sem eg var mest hjá, er eg
var viö barnaspurningar, eru Jóhann Björnsson, Jón Jónsson,
Jón Pétrsson og Stephan G. Stephansson, skáldiö.
Utsýni í byggðinni er líka víöa fagrt. Landslagi hennar
er svo háttaö, aö syöri hlutinn er smáöldumynduö slétta.
þar norör af myndast hár og breiör ás, sem nefndr er
,,Felliö“. Nokkrir Islendingar byggja austan í Fellinu og
austan viö þaö. Einar þrjár mílur fyrir vestan Fellið rennr
á til suörs, sem nefnist Medicine River. Meöfram henni er
hólótt landslag. J)ar er margt af Islendingum. þegar sunnar
dregr, beygir áin til austrs og rennr fyrir sunnan Islendinga-
byggöina á sléttunni. Úr allri byggöinni, en einkum þó af
Fellinu, sést vel til Klettafjallanna. þaö er einkennilegt að
sjá, meö hve margvíslegum myndum þau birtast manni.
Stundum eru þau blá eins og skýin, sem þeim eru áföst,
stundum fannhvít, stundum meö miklum skuggum, svo þau
lyftast upp eins og draugslegar vofur úr jafnsléttunni, stund-
um drungaleg, stundum björt, en allt af tignarleg.
í allt flutti eg tólf guðsþjónustur í byggöinni og skíröi
ellefu börn.
Meöan eg dvaldi í byggðinni komst á fót sunnudagsskóli,
sem haldinn er í Hóla-skólahúsi. Hr. Jón Kjærnesteð stendr
fyrir honum ; en yfir höfuö eru ógurleg vandræöi aö fá nokk-
urn til aö kenna þar á sunnudagsskóla.
Síðasta guösþjónustan í byggðinni fór fram í Hóla-skóla-
húsi, sunnudaginn 4. Febrúar. J)að átti aö veröa altaris-
guösþjónusta. þaö var búiö aö auglýsa hana vel í öllum
pörtum byggöarinnar. Veör, sem hér um bil allan þann
tíma, er eg dvaldi þar, var aðdáanlega fagrt og skemmtilegt,
var þennan dag heldr kalt og skuggalegt. Samt var skóla-
húsið fullt af fólki. Ýmsir, sem langt áttu eða höföu ung-
börn, gátu þó af þessu ekki komið. Hálf-hræddr og skjálf-
andi gekk eg fram fyrir íólkiö þennan dag. Mig langaði sér-
staklega til aö guös orö heföi áhrif á fólkiö viö þetta tœki-
fœri. Áör en guösþjónustan byrjaöi baö eg þá, sem ætluöu