Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1900, Side 17

Sameiningin - 01.03.1900, Side 17
13 aö vera til altaris, aö gefa sig fram. Enginn hreyfði sig ; eng- inn sagði neitt. Eg ítrekaði þetta aftr, en ekki einn einasti gaf sig fram. Eg fór að hugsa : Hvort er nú þetta ástand fólkinu þarna eða oss kirkjufélagsmönnum að kenna ? Líklega hvorttveggja. Hvað höfum vér verið að gjöra, að vér höfum ekkert sinnt þessu fólki allan þennan tíma, að vér höfurn látið akr guðs komast í þessa skelfilegu órœkt ? Til þess að lýsa rétt verð eg að segja, að ýmsir höfðu hugsað sér að vera til altaris, þar á meðal ýmsar gamlar konur, sem ekki gátu komið þennan dag vegna veðrsins ; en svo voru ýmsir fleiri, sem höfðu hugsað sér hið sama, en komu sér ekki að því þarna í skólahúsinu. þeim fannst allt svo ókirkjulegt þarna í kringum sig. Og svo var annað. Hver fyrir sig hélt, að einhver annar myndi verða til altaris, en engum datt í hug, að allir myndi svona fara, að alla myndi á þessu augnabliki bresta kjark til að vitna um frelsara sinn á þessum stað. Og svo veit eg, að rnenn voru óánœgðir við sjálfa sig á eftir. Sunnudaginn 21. Jan. var haldinn fundr í Tindastóls- skólahúsi eftir guðsþjónustu til undirbúnings safnaðar- myndunar. Var þar samþykkt að stofna söfnuð og nefnd kosin til að semja lagafrumvarp. Jtriðjudaginn 30. Jan. var svo haldinn annar fundr í húsi hr. Ófeigs Sigurðssonar. þá var samþykkt lagafrumvarp nefndarinnar meö litlum breyt- inguin ; en frumvarp nefndarinnar var mestmegnis safnaðar- laga-frumvarp kirkjufélagsins. Afrainhald af þeim fundi var svo haft í húsi hr. Jóhanns Björnssonar mánudaginn 5. Febr., °g þá kosnir þessir safnaðarfulltrúar: Jóhann Björnsson, Kristján Jónsson, Gísli Eiríksson, Jón Pétrsson, Ófeigr Sig- urðsson. Við þetta sama tœkifœri komu menn líka saman til að skemmta sér, og höfðu konur í söfnuðinum stofnað til ]?ess samkvæmis. Daginn eftir lagði eg á stað áleiðis til Calgary. Með hlýjum þakklætis-tilfinningum skildi eg við byggðina. Guð blessi hinn unga söfnuð! Sama kvöldið kom eg til hr. Gunnlaugs Sigurðssonar í Calgary og hélt guðsþjónustu í húsi hans. Daginn eftir var

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.