Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1900, Qupperneq 18

Sameiningin - 01.03.1900, Qupperneq 18
14 eg þar í bœnum og heimsótti ýmsa landa. íslendingar eru fáir þar, en góöir heim aö sœkja og vingjarnlegir í viðmóti. Kl. i f. h. 8. Febr. steig eg upp í lestina til Winnipeg. Margar endrminningar frá feröinni komu fram í huga minn, og eg dirfðist að biðja guð að blessa þessa ferð og veita henni einhvern árangr. ------X300-Í--------- Trúarsamtalsfundir voru haldnir í þremr kirkjum til- heyrandi söfnuðum kirkjufélagsins íslenzka nálægt næst- síðustu mánaðamótum : — í kirkju Selkirk-safnaðar miðviku- daginn 31. Janúar að kvöldi, í Fyrstu lútersku kirkju í Winni- peg föstudagskvöldið 2. Febrúar, og í kirkju Argyle-safnað- anna (Fríkirkjusafnaðar og Frelsissafnaðar) þriðjudaginn 6. Febrúar. — Á Selkirk-fundinum var umtalsefnið kristilegt barnaupþeldi, og hélt séra Jón Bjarnason þar inngangsrœð- una. Sá fundr var fremr vel sóttr; en prestar voru þar að eins tveir : séra Björn B. Jónsson og sá, er áðr var nefndr.— Á fundinum í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg, sem var öllu lakar sóttr, var talað um bœnina. Inngangsrceðuna um það mál hélt séra Björn. Auk hans og séra J. Bj. var af prestum viðstaddr á þeim fundi séra Jónas A. Sigurðsson. Var við því búizt, að hann yrði líka á fundinum í Selkirk ; en það fórst fyrir sökum þess, að þann dag, sem hann kom norðr til Winni- peg, 31. Jan., varð járnbrautarlestin að sunnan svo mjög á eftir réttum tíma með hann, að honum var ekki unnt eftir það að ná til Selkirk utn kvöldið. Eftir helgina næstu fóru hinir þrír prestar vestr til Argyle til þess að vera á samtals- fundinum þar ásamt séra Jóni J. Clemens, presti þeirra safn- aða. Umtalsefnið á þeim fundi var aftrhvarfiS, og hélt séra Jónas inngangsrœðu um það mál. Mátti fundrinn heita mjög vel sóttr, einkum þegar tekið er tillit til þess, að þann dag var býsna harðr snjóbylr. Hluttaka af hálfu leikmanna þar var og í betra lagi eftir því, sem vér höfum átt að venjast við slík tœkifœri. -----o<«o-^------- Tímarit norálenzkn prestanna. Sumarið 1898 héldu 16 prestar úr Skagafirði og Húnaþingi frjálsan kirkjumálafnnd í Sauðárkrók. Og er dálítið skýrt frá því fundarhaldi í ,,Sam.“ XIII, 8 (Okt. ’98 . Á þeim fundi var meðal annars ályktað, að reynt skyldi að fá presta hæði í þeim pröfastsdcemum og sömuleiðis í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu til að ganga í lögbundið félag. sem árlega héldi einn aðalfund að sumarlagi. Samkvæmt þessari ályktan héldu 22 norðlenzkir prestar aftr fund á Akreyri í sumar, sem leið, 26. og 27. Júní,

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.