Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1900, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.06.1900, Blaðsíða 9
57 hefir aöal-blað þjóöarinnar, ,,ísafold“, fyrir munn sinna gáfuöu ritstjóra, tekiö þetta fram sérlega vel,—hiö öfuga og ónýta menntunarhrafl, einhvern fróðleiks-upptíning, einhverja skynsemis-upplýsing, oft án samanhengis og stefnu, án þess að hinir andlegu eiginleikar mannsins, viljinn og tilfinningin, sé menntaðir og þeim beint á rétta leið. Ekki einungis höf- uðið, heldr einnig hjartað, þarf menntunar með fyrir lífsstarf vort, en það hefir þjóð vor vanrœkt í seinni tíð og ef til vill ávallt. Annað, sem er þessu náskylt, skal hér nefnt, því þar liggr ein aðal-meinauppspretta í stefnu og starfi þjóðar vorrar, og það er íslenzk blaðamennska. Hún er skyldgetin systir hinnar öfugu skólamenntunar. Fátt eða ekkert gjörir Islandi meira ógagn en ill, ókristin, andlaus og stefnulaus blöð, þar sem sí og æ er verið að prédika ókosti og eigingirni einstakl- inganna, þar sem málstaðr hins illa og ógætilega er varinn og vegsamaðr, og heimskan sú hörgabrúðr, sem—samkvæmt heið- indómsstefnunni—er blótuð. Pólitisk óöld, andleg eymd m. fl. er bein afleiðing af þessum ,,bakteríum“ í bókmennta- og þjóðfélagslífinu íslenzka. það er þeim að kenna, að menn rffast með slíkri heift sem gjört er um hvert þarfamál, sem minnzt er á, og nálega öll framkvæmd lendir við það. Fyrir dáðríki koma deilur, fyrir þjóðrœkni þjóðdramb, fyrir trú trú- girni, fyrir traust tortryggni, fyrir einlægni uppgjörð, fyrir hag lands og þjóðar sérplœgni ; — smekk og dómgreind manna er spillt, réttlætis-tilfinningin deyfð, og rœgðir þeir menn, sem bezt vilja og mest vitið hafa.—-ísland og íslenzk blaða- mennska eiga of marga Hœnsa-þóra og of mikið af heybagga- illindum líkt og í sögu póris,—anda, sem mest hugsar um og ávallt segir um náunga sína og þörfustu menn landsins: ,,Brenni brenni Blund-Ketill inni. “ BaiHlalagrs-pistlar. Eftir sóra Itúnólf Marteinsson. II. Hvað eigum vér að segja um trúmálafundina í banda-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.