Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1900, Síða 10

Sameiningin - 01.06.1900, Síða 10
53 lögum vorum ? Hafa þeir náð œskilegum þroska hjá oss ? Érum vér ánœgðir með þá? Verða þeir að tilætluðum notum ? Fyrir þeim, sem þetta ritar, vakir það, að það sé eitt- hvað, sem þeir eigi að fœra oss, sem oss hafi enn ekki auðn- azt að ná. Með því viljum vér ekki gjöra lítið úr því gagni, sem trúmálafundirnir hafa nú þegar unnið. Yngri og eldri hafa sjálfsagt haft mikið gagn af þeim. það munu margir samsinna með oss, sem tilheyra bandalögunum og hafa hvorki vanrœkt að sœkja fundi né heldr að taka eðlilegan þátt í fé- lagsmálum. þar hefir kristilegr fróðleikr verið borinn á borð fyrir unga fólkið, sem sumir hafa fœrt sér í nyt og öllum hefði getað verið til uppbyggingar, ef allir hefði kunnað að meta hið góða, er að þeim var rétt. þrátt fyrir þetta eiga trúmálafundir vorir eftir að taka umbótum. Spurningin er : Hverjar eru þarfir þær, sem trúmála- fundirnir eiga að fullnœgja ? Umbœtrnar veröa að miða í þá átt, að uppfylla þær betr. þegar á þetta er litið, er ekki sjálfsagt, að það sé einhlítt að taka upp fyrirkomulag annarra ; því annarra þarfir geta verið aðrar en vorar. Engu að síðr getum vér, ef til vill, af öðrum eitthvað lært í þessu tilliti, að svo miklu leyti, sem þarfir annarra eru hinar sömu sem vorar. Vér viljum því með fám orðum benda á nokkrar af hin- um ýmsu aðferðum, sem hafa verið notaðar í bandalöguin eða öðrum kirkjulegum félögum unga fólksins. Aöferðin, sem við er höfð í flestum bandalögum kirkju- félagsins, er sú, að hafa þá ekki að neinu leyti frábrugðna öðr- um fundum, skemmtifundum og menntamálafundum, nema efninu. Á þeim hefir prestrinn flutt rœðu um eitthvert trúar- legt eða kirkjulegt efni, sögu kirkjunnar, biblíu-landafrœði, o. s. frv. Stundum hefir einhver annar en prestrinn flutt sams- konar rœður. Stundum hafa fleiri rœður verið fluttar á sama fundinum. Auk þess hefir verið söngr, meiri eða minni, vanalega á hverjum fundi, fyrir utan sálminn í byrjun og fundarlok. Enn fremr hafa verið lesin eða flutt andleg kvæði

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.