Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.06.1900, Qupperneq 11

Sameiningin - 01.06.1900, Qupperneq 11
$9 og samskonar sögur. þetta hefir veriö hiö vanalega á fund- um vorum. í sumum félögum hefir fyrirkomulagiö veriö aö einhverju dálitlu leyti breytt. í bandalagi Garðar-safnaöar voru stundum umrœður um eitthvert praktiskt kirkjulegt efni. í bandalagi St. Pálssafnaðar í Minneota hefir prestrinn flutt nokkurskonar fyrirlestra til biblíuskýringar. I bandalagi þingvalla-safnaðar (N.-D.) voru stundum æfiatriði sumra hinna merku manna, er biblían getr um, tekin til íhugunar. Var þá eitt slíkt efni valið fyrir hvern fund, en því skift niðr milli 3—4 rœðumanna, og var þá vanalega viðhaft kort til skýringar. það,sem helzt sýnist vera að þessu fyrirkomulagi, sem er almennast á trúmálafundum vorum, er það, að meðlimirnir almennt taka svo lítinn þátt í fundunum, og það, að biblían skipar ekki það sæti á þeim, sem oss finnst hún ætti. Fyrirkomulagið á þessum fundum í samskonar félögum í reformeruðu kirkjudeildunum er þannig, að ákveðið efni er valið til íhugunar og einn valinn til að stýra þeim parti fund- arins, sem rœðir sérstaklega um það efni ; en forseti félagsins stýrir fundinum að öðru leyti. Fundrinn er vanalega byrj- aðr með söng; svo er flutt bœn af einhverjum meðlim, stund- um fleiri bœnir en ein. þá er lesinn kafli úr biblíunni, sung- inn sálmr og aftr bœnir. Meðan fundrinn stendr yfir eru margir fleiri sálmar sungnir, og hve nær sem fundarstjóra þykir við eiga eru bœnir fluttar. þegar byrjað er á aðalefni fundarins, heldr fyrst sá, sem hefir verið valinn til að stýra, dálitla rœðu. því næst eru almennar umrœður um efnið ; sumir halda rœður, sumir iesa vers úr biblíunni, sem við- koma efninu, segja þá, ef til vill, fáein orð um leið. Kostr- inn við þetta fyrirkomulag er sá, að fundirnir verða fjörugir og almenn huttaka í þeim mikil. Aftr á móti fœra þeir með- limum sínum lítinn fróðleik og eru lítt menntandi. Sjálfsagt fullnœgja þessir fundir þörfum hinna reformer- uðu kirkjumanna ; en þarfir vorar eru að nokkru leyti aðrar, vegna þess að hinn kirkjulegi andi vor er talsvert annar og krist- indóms-uppfrœðsla ungmennna vorra talsvert öðruvísi en þeirra. það er því ekki til neins í hugsunarleysi að apa eftir

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.