Sameiningin - 01.12.1903, Blaðsíða 1
Samcimngin.
Mánaðarrit til stuðnings lcirkju og lcristindómi ísleadingo.
gefið út af hinu ev. lút. kirlcjufélagi fsl. % Vestrheimi.
EITSTJÓRI JÓN Ji-TAliNASON.
18. árg. WINNIPEG, DESEMBER 1903. nr. 10.
Jólasöngr til barnanna.*)
Eftir séra Valdemar Briem.
(Lag : Ofan af himnum hér kom eg-)
1. Hver er sú nótt svo björt og blíð,
sem ber af degi’ um sumartíð
og andar milt og hœgt og hljótt ?
Hún heitir, börn mín, jólanótt.
2. Hver er sá hljómr hreinn og skær,
á himni’ og jörðu fjær og nær,
er vekr innst í hjarta hljóm ?
Þér heyrið, börn mín, englaróm.
3. Hvert er það ljós svo lítið og smátt,
er logar skært um dimma nátt
og lýsir heilli heimsins þjóð ?
Það heitir Jesús, börn mín góð.
4. Hvert er það gull svo skært og skírt,
sem skírra’ en heimsins gull er dýrt
og dýrra’ en jörð og himins her ?
Það herrann Jesús, börn mín, er.
5. Hver er sú rós, er brosir blíð
og blómgvast mitt í vetrarhríð,
*) ,,Kirkjublaðið 2, 15.