Sameiningin - 01.12.1903, Page 14
158
Hlynnið aö heimilum yðar. LátiS yðr þykja vænt um
þau. Leggið mikið í sölurnar fyrir þau. Reynið til þess að
gjöra þau að yndislegum stað. Látið þau eignast það and-
rúmsloít, sem þroskar hina ungu á vegi gæfu, sem verðr sterkt
afl til að halda þeim frá illu, þegar út í lífið er komið.
,,Látið Krists orð ríkulega búa hjá yðr, svo að þér með allri
speki kennið hver öðrum og áminnið hver annan, sœtlega
syngjandi drattni lof í yðar hjörtum. “
Trúmálafundir í Minnesota.
Það hefir verið um nokkur ár venja safnaðanna í Minne-
sota, að halda trúmálafundi seint á haustin. Hafa þá oftast
einhverjir af prestum kirkjufélagsins í öðrum söfnuðum komið
til að standa fyrir fundunum. í þetta sinn var það séra Rún-
ólfr Marteinsson í Nýja Islandi, sem suðr kom. Hálfpartirin
áttu söfnuðirnir líka von á forseta kirkjufélagsins til fundanna,
en honum reyndist ómögulegt að komast að heiman um það
leyti. Söfnuðunum þótti mikið fyrir, að hann ekkigat komið,
en með fögnuði tóku þeir við kveðju hans og blessunaróskuin,
er hann sendi fundunum.
Séra Rúnólfr kom til Minneota að kvöldi dags 18. Nóv.
Næsta dag (fimmtud.J var fundr haldinn í söfnuðinum í Lin-
coln County. Því miðr var fundr sá fremr fámennr, en til
þess var sú orsök, að þresking stóð yfir hjá sumum bœndum í
byggðinni. Umtalsefni á fundinum var bœnin. Var séra
Rúnólfr málshefjandi bæði á þessum fundi og öllum hinum.
Auk hans og prests safnaðarins töluðu þrír leikmenn: Pétr
V. Pétrsson, Jóh. Pétrsson og Guðrún Sigvaldason.
Að kvöldi sama dags var bandalagsfundr í Minneota, og
flutti séra R. M. þar erindi um íslenzkar bókmenntir.
Næsta dag að kvöldinu til var haldinn trúmálsfundr í kirkju
St. Páls safnaðar í Minneota. Var hann vel sóttr. Umtalsefni
var hið sama og daginn áðr í Lincoln County. Auk prest-
anna tveggja töluðu tveir leikmenn: Sigb. S. Hofteig og
Bjarni Jones.
Daginn eftir (laugard.) var fundr í Vestrheimssöfnuði, og
var hann fremr vel sóttr. Á þeim fundi var umtalsefnið
syndin. í umrœðunum tóku þátt, auk prestanna, þrír leik-
menn: Kr. J. Vopnfjörð, Bjarni Jones og Sigb. S. Hofteig.
Sunnudaginn þar á eftir prédikaði séra Rúnólfr í tveimr
söfnuðum prestakallsins, á hádegi í söfnuðinum í Lincoln