Sameiningin - 01.12.1903, Page 3
i47
Þessi boðskapr var fagnaðarefni fyrir þá kynslóð, sem
heyrði hann fyrst.
Öll saga Gyðingaþjóðarinnar fram að fylling tímans
stefnir að þessum eina, mikla viðburði: komu hins fyrirheitna
Messíasar. Saga Gyðinga byrjar á fyrirheiti um Messías; því
þegar drottinn útvaldi Abraham til þess að verða forfaðir
þjóðarinnar, þá gaf hann honurn þetta fyrirheit: ,,Af þér
skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta. “ þetta
sama fyrirheit ítrekaði hann við Isak og Jakob. Og spámenn
sína lét hann flytja þjóðinni hvað eftir annað dýrðlega spá-
dóma um Messías. í útlegð og þrautum byggði ísrael á
komu hans bjarta og glæsilega framtíðarvon. I þessari von
höfðu kynslóðir guðhræddra Gyðinga lifað og dáið. Og í
fylling tímans lifðu margir trúaðir menn, sem elskuðu þessa
von og þráðu hjartanlega uppfylling hennar.
Og svo efndi guð heit sín í fylling tímans; og hann lét
engil sinn flytja þjóðinni þennan fagnaðarboðskap: ,,I dag er
yðr frelsari fœddr, sem er Kristr drottinn, í borg Davíðs. “
Þessi boðskapr átti að vera ,,fögnuðr fyrir allan lýðinn“.
Allr lýðrinn átti að fagna yfir því, að nú var hinn fyrirheitni
Messías kominn,—-hann, sem spámennirnir höfðu spáð um,
— hann, sem var von Israels.
En þó voru það ekki nema fáir af öllum fjölda þjóðar-
innar, sem fögnuðu yfir komu hans. Hvernig stóð á því?
Það koin til af því, að allr fjöldinn þekkti hann ekki, því þeir
höfðu gjört sér rangar hugmyndir um hann; þeir héldu, að
hann myndi koma með dýrð og veldi, með sigr yfir öllum
óvinum, og hefja þjóð sína til öndvegis meðal þjóðanna. En
þeir fundu ekki annað en ungbarn reifað og liggjanda í jötu;
þeir fundu hógværan þjón drottins sem sagði við þá: ,,Takið
sinnaskifti, því himnaríki er nálægt. “ Og þeir hneyksluðust
á honum, af því að hann var allt öðruvísi en þeir vildu að
hann væri, í stað þess að fagna yfir komu hans.
En engu að síðr var jólaboðskapr engilsins hið mesta
fagnaðarefni, sem Gyðingaþjóðinni hefir nokkurn tíma boð-
að verið.
Síðan eru liðnar margar aldir. Og um allar þessar aldir