Sameiningin - 01.12.1903, Síða 4
148
hefir boSskaprinn verið fluttr mönnum víðsvegar um jörðina,
bæði Gyðingum, kristnum mönnum og heiðingjum.
Mörgum hefir hann veriö hneyksli; þeir hafa hneykslazt
á barninu himneska í iötunni; þeir hafa hneykslazt á hin-
um hógværa drottins þjóni; og þeir hafa lokað eyrum
sínum og hjörtum fyrir honum og leitað sér fagnaðar annars-
staðar.
En þessi boðskapr hefir líka verið ,,fögnuðr“ fyrir ótelj-
andi menn. Milíónir manna hafa veitt honum viðtöku í trú,
elskað hann sem hinn dýrmætasta sannleika, er þeir þekktu,
og lofað guð fyrir hann; hann hefir verið mesta fagnaðareíni
þeirra í lífinu og huggun þeirra í dauðanum.
Og nú hljómar hann aftr til vor á þessari jólahátíð, þessi
blessaði boðskapr frá liðnum öldum, sem alltaf er nýr og inn-
dæll fyrir þá, sem heyra hann með eyrum trúarinnar. Og
enn er hann hinn mesti og dýrðlegasti fagnaðarboðskapr, sem
mönnum hefir verið fluttr. Hann er fagnaðarboðskapr fyrir
alla, sem vilja veita honum viðtöku, unga og gamla, ríka og
fátæka. Það er ekki sá maðr til, sem ekki hefir þörf fyrir að
heyra hann; og alla þá, sem veita honum viðtöku, gjörir
hann glaða.
Það er vissulega fagnað'aretni fyrir þann.sem finnr synda-
sekt hvílandi á sér og veit, að dauðinn er laun syndarinnar,
að vita, að ,,svo elskaði guð heiminn, að hann gaf sinn ein-
getinn son, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki,
heldr hafi eilíft líf. “ Hvað getr friðað órólega samvizku eins
\nel og þessi opinberun hinnar óendanlega miklu náðar og
miskunnar guðs við synduga menn? Hvernig gat guð sýnt
syndugu mannkyni, hve heitt hann elskar það, eins vel og
með þessari jólagjöf ?
Það er vissulega fagnaðarefni fyrir þann, sem þráir sam-
félag við guð, en finnr, hve óendanlega hann er upphafinn
yfir það, sem hann hefir skapað, að vita, að hann hefir sjálfr
stigið niðr af himni og lifað sem maðr hér á þessari jörðu, til
þess að gjöra börnum duftsins það mögulegt að nálgast sig,—
að guðs eingetinn sonr vitjaði vor, íklæddr mannlegu holdi,
til þess að greiða oss götu til föðursins á himnum.