Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1903, Side 5

Sameiningin - 01.12.1903, Side 5
t49 Þaö er vissulega fagnaöarefni fyrir þann, sem ber mót- lætis-kross, að vita, aö enginn hefir aumkazt yfir alla mann- lega eymd og sorg eins mjög og hann, sem fœddist í heim þennan til þess aö ganga fyrir oss krossins og sársaukans veg, hann, sem á holdsvistardögum sínum lét engan krossbera óbœnheyröan frá sér fara, og hefir kennt oss, að læging er vegr til upphefðar og eilífr fögnuðr uppskera tára guðs barna. Eöa skyldi nokkur maðr árangrslaust biöja hann um huggun og harmabót, sem gaf það bezta, er hann átti, sinn eingetinn son, til þess að grœöa sár mannkynsins ! Og þaö er vissulega fagnaöarefni fyrir þann, sem þráir, að guðs vilji veröi hjá sjálfum sér og öörum og vill starfa að útbreiðslu og efling ríkis hans á jörðunni, en finnr sárt til ó- fullkomleika síns og þess, hve seint þessu mikla verki miöar áfram og í hve miklum veikleika það er unnið,—það er vissu- lega fagnaöarefni fyrir hann, að nema í anda staðar hjá jöt- unni í Betlehem og sjá konung himnanna liggja þar sem van- máttugt ungbarn. Hann, sem kom til þess að stofna guðs ríki hér á jörðu, hann kom ekki með dýrð og veldi, heldr í læging; og eins eru líka kjör ríkis hans hjá oss oft lítilmótleg hið ytra. En eins víst og honum er allt vald gefið á himni og jörðu, stjórnar hann kirkju sinni með máttugri hendi, og mun á sínum tíma gefa henni dýrðlegan sigr yfir öllu því, sem nú vill aftra þroska hennar og fullkomnun. Hver sem því vill, þó í rniklum veikleika sé, vinna verk guös ríkis í hans nafni, sein biör f hans nafni: til komi þitt ríki, verði þinn vilji svo á jörðu sem á himnum, —- hann skal ekki til ónýtis unniö hafa. Já, öllum lýð hefir jólaboðskapr engilsins fögnuð að flytja; og þess vegna er hann hið mesta fagnaðarefni, sem mönnum hefir nokkurn tíma boðað verið. Og því er það, að þegar hljómr kirkjuklukknanna berst út yfir bœi og byggðir og kallar menn saman til þess að heyra hinn mikla fagnaðarboöskap, þá fyllist sála kristins manns fögnuöi og tilhlökkun, og glaör gengr hann í hús drottins. Og þar eru sungnir jólasálmarnir gömlu, sem hann hefir

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.