Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1903, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.12.1903, Blaðsíða 8
152 leytið. Fyrir jólaljósinu víkr nóttin og myrkriS. Þar sem jólin komast að, þar hverfr vantrúin og þar flýr syndin. Bjartr er sá dagr, þegar vantrúin víkr og syndin er burt tek- in frá manni, fyrir þaS aS koma til frelsarans og leggja synd- ina honum á bak, eins og fórnarviSrinn var bundinn á bak ísaks. BlessuS birta er þaS, þegar maSr finnr sjálfr, aS syndir sínar eru fyrirgefnar og maSr er elskulegt guSs barn. BlessaS ljós er þaS, sem manni ljómar, þegar maSr kemr auga á frels- ara sinn. Jólin sýna manni svo undr vel frelsarann, frelsarann í vöggunni, frelsarann í elskunni. Og af því frelsarinn sést svo vel um jólin, þá eru jólin svo björt, svo björt, aS allt ska mm- degiS uppljómast og verSr aS albjörtum dýrSardegi. Börnin og þeir menn, sem eru hreinhjartaSir, elska ljósiS. Ef vér erum barnsleg í anda og hreinhjörtuð, þá elskum vér jólin; þá segjum vér með skáldinu, sem ávallt er barn í hjarta: ,,Fyrir hálmstrá herrans jötu frá hendi’ eg öllu—lofti, jörS og sjá. “ Vér skapþungu skammdegis-börnin, íslendingar, þurfum aS fá fullkomnari jólabirtu yfir líf vort. Það þiðnar aldrei ísinn utan af andlegu lífi voru fyrr en Jesús Kristr bræSir hann,—ekki fyrr en viö trúum af öllu hjarta á frelsarann.— Þessi kalda, jólalausa skynsemistrú þíSir aldrei helið af vorum ,,hjartans pól“. Vér þurfum allra manna mest að fá reglu- legan jólakristindóm, og prédikun, sem er þrungin af boS- skapnum um ,,fœSing guðs í heim“, og framborin er meS barnslegum einfaldleik nýja testamentisins. SkammdegiS og vetrar-ríkiS íslenzka víkr aldrei fyrir ljóstýrum skynsemistrú- arinnar; þaS mun aldrei víkja fyrr en barnsleg trú á Jesúm Krist gagntekr hjarta þjóSarinnar. Þá verða jól, og þá verSr bjart. GuS gefi þjóö vorri jól trúarinnar, svo hún frelsist úr skammdeginu! GuS gefi, aS skammdegiö víki nú úr hjörtum mannanna, en í staðinn komi dýrSleg jólabirta og fylli öll hjörtu. t-0004

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.