Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1903, Síða 10

Sameiningin - 01.12.1903, Síða 10
154 meö myndinni. Því þar var mjúklega verið a5 bera eitt munaSarlaust smábarn bœjarins, aumingja, sem engan átti aö, inn í hin svölu herbergi spítalans, til þess aö því þar yrði veitt hin bezta og umhyggjusamasta hjúkran, sem læknis- íþrótt nútíðarinnar á ráö á. Og mér virtist spítalinn útskýra myndina, og myndin útskýra spítalann. Og það rann upp fyrir mér þá, hvernig stórhýsi þetta, ssm Brunellesco hafði svo meistaralega dregiö upp fyrirt’ram, meö hinum prýöilegu úthleyptu myndum á framhliðinni eftir Andrea della Robbia, og með kapellu sinni, er hefir að geyma eitt hinna göfugustu málverka eftir Ghirlandajo, hafði risið upp í allri þess unaös- legu dýrð af hinni kristnu trú og líknarhugsan silkikaupmann- anna í Florenz, sem fyrir 400 árum létu reisa það til þess að vera skyldi hæli yfirgefinna og varnarlausra smelingja í nafni drottins Jesú Krists og fyrir hans sakir. Hugsjón fegrðar- innar í sálu hins listfenga málara hafði náð sér niðri á réttum stað, f líknarheimili þessu, sökum þess, að bæði sú hugsjón og það heimili varð til út af sömu guðrœknishvöt, elskunni til hins guðlega barns.Krists. Vissulega var hvortveggja sú opin- beran hinnar helgu hvatar sönn og þ-er báðar í fullkomnu sam- rœmi sín á milli; og vissulega verðr það góðr dagr fyrir heim • inn, þegar það samrœmi endrnýjast. Iþrótt nútíðarinnar, með hennar ljómanda útbúningi og ríka hugviti, bíðr eftir inn- blæstri til þess að kröftum hennar verði beitt við það, sem göfugt er. Velgjörðasemi nútíðarinnar, svo verklagin og framtakssöm sem hún er, vantar of oft fegurðartilfinning, smekk fyrir því, sem vel á við. Báða þessa ómetanlegu hœfilegleika, og hver veit, hve marga fleiri, geta menn fengið aftr, þegar hjarta hinnar efagjörnu aldar vorrar, sem enn elr í brjósti sér djúpan kærleik til trúar og sterka trú á kærleik, kemr aftr til þess að krjúpa niðr við jötuna, þar sem litla barnið heilaga opinberar elsku guðs til mannanna.—Van Dyke í riti hans The Christ Child in Art. Heimilið. Eftir séra Rdnólt Marteinsson. (Niðrlag.) Á kristnu heimili ríkir andi þakklætis og nœgjusemi. Þetta birtist í borðbœninni og öðrum guðrœknis-iðkunum, og það kemr fram í umgengninni í heild sinni. Eins ög blómið angar frá sér, vegna þess það má til, af þeirri angan, sem í

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.