Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1903, Síða 12

Sameiningin - 01.12.1903, Síða 12
156 af guörœknisiökunum. Meiri hlutinn af heirnilum vorum hefir engar sameiginlegar guösþjónustur. Ef kirkjufólk af öðrem þjóðflokkum í þessari heimsálfu dœmdi oss eingöngu eftir því, myndi þaö álíta oss að mestu heiðið fólk. Því miðr eru kristnu heimilin vor allt of lítið frábrugðin heimilum þeirra, sem eru vantrúaðir. A þessu þarf bót að verða, þvf heimilið er akr, þar sem sálir vaxa og rnótast fyrir eilífa framtíð. Um formið á heimilisguðsþjónustum er hér ekkert talað. Það má vera eins einfalt eins og hverjum sýnist. En að því er snertir bœkr, til þess hafa menn nóg tœkifœri. Menn hafa biblíuna, sálmabœkr og aðrar góðar guðsorðabœkr, og er því ekki nein minnsta afsökun fyrir því að guðs orð sé ekki um hönd haft á heimilunum. Tœkifœrin höfum vér nóg; oss skortir ekkert annað en þá löngun eftir guðs orði, sem frels- arinn talaði um, þegar hann sagði: ,,Sælir eru þeir. sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því þeir munu saddir verða. “ O, að vér gætum sagt með Davíð f 42. sálminum: ,,Mína sál þyrstir eftir guði, eftir þeim lifanda guði. “ Þá myndi vera meira af guðrœkni á heirnilum vorum og meira af sælu í lífi voru. Á heimilinu þurfa að vera skemmtanir. Ásamt alvörunni er gott að sé innileg gleði. Heim- iliö ætti að vera skemmtilegr staðr. Menn ætti ekki að þurfa að sœkja allar skemmtanirnar út frá heim- ilinu; en gleði er ómissandi þáttr í lífi allra manna. Auðvitað veitir fleira gleði en svo kallaðar skemmtanir; en fyrir unga fólkið að minnsta kosti er það alveg nauðsynlegt að njóta einhverra skemmtana. Ekki heldr nein ástœöa til fyrir kristið heimili að láta nokkurn drunga hvíla yfir sér. Enginn maðr hefir eins mikla ástœðu til að vera sannarlega glaðr eins og kristinn maðr. Hann hlýtr því að líta svo á, að hann eigi að njóta hins gleðiríka og skemmtilega, jafnvel í hinu stund- lega, sem drottinn veitir honum. Á kristnu heimili hafa menn vissulega ástœðu til að minnast orða Páls postula í Fil- ipp. 4, 4 : ,,Gleðjið yðr ávallt f drottni; og enn aftr segi eg: gleðjið yðr. ‘ ‘ Auðvitað eru ekki allir menn jafn-gleðigjarnir, og krist-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.