Sameiningin - 01.12.1903, Side 13
157
indómrinn gjörir ekki eðlisfar allra manna jafnt. En einmitt
fyrir þá sök getr verið hættulegt fyrir menn aö dœma alla
aðra á heimilinu eítir sínu lundarfari. ÞaS er hœgt aS
syndga í þá átt aö þvinga hina ungu of mikiö. Þaö hefir oft
komið fyrir, og hefir þá útkoman stundum oröið sú, að ung-
lingarnir hafa hlaupið frá heimilinu eins og úr dýflissu, sökkt
sér niör í guðlausar skemmtanir annarsstaðar og tapazt.
Þetta um skemmtanir er eitt hið mesta vandamál,
sem fyrir oss liggr á þessum tíma. Löngun til skemmt-
ana hjá nærri því öllu ungu fólki er all-sterk, og
það er meö öllu óhjákvæmilegt að veita því einhverja
skemmtun, enda mikið til af skemmtunum, sem eru til
blessunar bæði líkamlega og andlega. En á hinn bóginn
er þetta hættuleið, því það úir og grúir af skemmtunum, sem
eru til spiilingar. Sumar af þeim eru einnritt þær, sem virð-
ast einna mest töfrandi fyrir unga fólkið, eins og t. d. dans.
Til úrlausnar þessu virðist ekki* vera nema aö eins eitt
ráð. þaö, að kenna unga fólkinu að skemmta sér fallega, að
koma inn hjá því réttum smekk. Sá, sem einu sinni hefir
fengið smekk fyrir því, sem göfugt er og fagrt í bókmenntum
og músík, er ekki líklegr til þess að leggja sig niðr að auð-
virðilegu rusli. Sá, sem einu sinni hefir fengið smekk fyrir
skemmtunum, sem eru fagrar og göfgandi, og fengið viðbjóð
á því, sem er gróft og skaðvænlegt, er ekki líklegr til að falla
fyrir freistingum siðlausra skemmtana.
Hér er þá mikilvægt verkefni fyrir heimilin. Látið heim-
ilin vera heimkynni saklausrar og hreinnar gleði. Bjóðið
Jesú Kristi inn á heimili yðar einmitt á gleðistundunum eins
og brúðhjónin í Kana forðum. Takið aldrei þátt í neinni
skemmtan nerna þar sem þér getið beðið hann að vera með
yðr. Þá kastið þér fljótt hinum ljótu og ógöfugu
skemmtunum.
Af skemmtunum er engin betri eða göfugri en sönglist.
En einnig og ekki sízt þar þarf menntaðan smekk, sem kann
að velja það, sem fagrt er. Sé það gjört, er óhætt að segja,
að það er engin ein skemmtun, sem veldr eins mikilli breyt-
ing til gleði á heimilinu eins og hljóðfœrasláttr og söngr.