Sameiningin - 01.06.1905, Síða 11
59
hvorkiupp né niðr í þeim efnurn. Öllu þessu átti að verða
rutt burt meö prédikaninni um Jesúm Krist og hann kross-
festan, sem þann, er eigi að eins írelsaði frá syndinni, heldr
og frá þrældómi lögmálsandans, En það, sem nú sér-
staklega er fyrir oss að muna eftir gyðingdóminum viðvíkj-
anda, er þaö, að hann var að öllu leyti sama eðlis sem Uní-
tara-trúin, þar sem hann veitti Jehóva tilbeiðslu, en neitaði
holdtekju guðs í Kristi. Kristnir menn haía ávallt tilbeðið
einn guð samfara því að trúa á son guös, sem gjörðist maðr
í Kristi og nú lifir með lj'ðsínum í persónu heilags anda. Með
því að neita holdtekju guðs í Iíristi afsagði gyðingdómrinn
að verða kristinn.
Fyrir nokkru flutti G. F, DoJe, prestr Únítara-kirkju
einnar í Jamaica Plain, prédikan, um ,,Gyðinga og kristna
menn“ og sagði þar þetta: ,,Gyðingdómr og kristindómr
voru forðum eitt og hið sama; hví skyldi ekki svo verðaaftr?“
Næsta laugardag svaraði Fleischer rabbíni í Boston þeirri
rœðu og sagði: ,,Staðhœfing rœðumannsins og spurning sú,
er hann bar fram, ber vott um góðmennsku hans; en til allrar
óhamingju er staðhœfing hans ósönn, og spurningunni verðr
þá einnig að svara neitandi. Sannleikrinn er sá, að gyðing-
dómr og kristindómr hafa aldrei verið eitt, því að þau tvenn
trúarbrögð voru frá upphafi og verða ávallt ósamrímanleg.
Gyðingar og kristnir menn geta, eins og margir þeirra gjöra,
elskað hvorir aðra, en það getr bezt tekizt, ef forðazt er aö
snerta trúarágreining þeirra. Þegar kristindómrinn fór með
orðum að gjöra grein fyrir sjálfum sér sem trú, og lýsti yfir
því, í fyrsta lagi, að Jesús sé Messías, og þarnæst því.að hann
sé guð, þá hættu játendr hans um leið með því að vera áhang-
endr gyðingdómsins. Svo að þau tvenn trúarbrögð hafa
aldrei verið eitt, né geta nokkru sinni orðið það, því að þegar
kristindóinrinn sleppir trú sinni á guðdóm Krists, þá hættir
hann að vera kristindómr. “ ,,Mér er það ljóst“— heldr
Fleischer rabbíni áfram—,,að hr. Dole leggr þá merking í
orðin ,,kristindómr“ og ,,kristinn, “ sem sagan bannar að í
þau sé lögð, og eins nútíðar-ástœðurnar í heiminum. Þar
birtist aftr hin meðfœdda góðsemi hans. Únítarar þykjast
hafa rétt til þess að viðhafa orðin í þeirri merking; en ef sann-