Sameiningin - 01.06.1905, Síða 14
62
unni og heiminum. Vakning sú á svæöi menntalífsins, sem
kölluð heíir verið endrnýungar-hreyfingin (Renaissance),
studdi mjög að því að festa hjá mönnum trú á biblíuna og
kenningar hennar uin guðdóm Krists, syndafall mannsins og
frelsanina fyrir friðþæginguna. ,,Grikkland reis upp úr gröf-
inni með nýja testamentið íhendinni. •“ Þýðing biblíunnar á
tungumál almennings hafði það í för með sér, að þeim boð-
skap var viötaka veitt sem guðinnblásnu orði og að síðustu
undirstöðu hins hrokafulla klerkavalds var kippt burt. í
hinni miklu púrítönsku hreyfing, sem hófst um þetta leyti,
réð trúin á biblíuna, guðdóin Krists og boðskap náðarinnar.
Það var einmitt sérkenni þeirrar hreyfingar. Púrítanarnir
gömlu á Englandivoru mjög ákveðnir í kenningum sínum að
því er snerti biblíuna og Krist. Þá greindi á um það, hvert
fyrirkomulag kirkjustjórnar væri réttast, og um margt annað,
en œðsta dómsvaldið var biblían í augum þeirra, og afdrátt-
arlaust trúðu þeir því, sem sú gamla bók kennir um guð og
manninn.
Engu að síður á þó Unítara hreyfing nútíðarinnar rót
sína að rekja til sama jarðvegar sern púrítanskan var sprott in
upp í. Illgresinu hafði veriö sáð á Englandi við það, er hætt
var þar að gjöra greinarmun á kirkjunni og heiminum, og hér í
álfu við það, er öllum var þar heimiluö vist í kirkjunni með
fullum rétti til alls þess, er hún hefir mönnum að veita, án
alls tillits til lífernis þeirra og hugsunarháttar. Með því móti
varð kirkjan sama sern heimrinn, og mjög eðliiega varð
andi þessa heims þar ráðandi, því að meiri hiuti fólks í nálega
hverju mannfélagi sem vera skal hefir tilhneiging til að vera
eftir heimsins hætti. Um miðbik 17. aldar neitaði John
Biddle guðdómi Krists og gjörði tilraun til að koma upp kirkju
á undirstöðu þeirrar afneitunar, en sú kirkja var horfin úr
sögunni áðr en hann dó. Seinna kom Theophilus Lindsey
og setti árið 1778 á stofn í Essax stræti í Lundúnum fyrstu
kirkju (eða kapellu) Únítara. Síðan kom Joseph Priestly,
sem var heirnsspekingr, náttúrufrœðingr, prédikari, stjórn-
málamaðr og byltingamaðr; fór hann svo langt í byltinga-
kenningum sínum, að skríllinn œstist á móti honum, og árið
1791 var hann rekinn burt frá heimili sínu í Birmingham,