Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1951, Page 5

Sameiningin - 01.01.1951, Page 5
Sameiningin 3 bónda, í prestakalli er ég þá þjónaði, er sjúkdóms vegna, gat ekki um all-langa hríð innt af hendi helgar skyldur gagnvart ástvinum sínum og heimili; er það ein hin þyngsta byrði, sem sönnum manni getur í hlut fallið. Eftir að hann hafði að mestu endurheimt heilsu sína, áttum við tal sam- an um þessa reynslu hans, og þá mælti hann orð, er síðan hafa mér í minni lifað: „Guð var mér nálægur í skugganum og gerði mér reynsluna sæla", sagði hann. Mætti slík reynsla oss í hlut falla, ef að þung byrði kynni oss í hlut að falla, á árinu nýja. Guð reynir og prófar oft sín veiku börn með reynslu, er gengur oss svo nærri að eldvígslu má með sanni nefna; en einmitt þá glöggvast oss skilningurinn á fyrir- heitum hans líkt og ísraelsmönnum forðum á dvöl þeirra í Mara — og oss lærist að skilja að Drottinn er athvarf vort og græðari, er af náð sinni leiðir oss til þroska og læknar öll vor mein. Sagan heldur áfram: „Síðan komu þeir til Elím: Þar voru tólf vatnslindir og sjötíu pálmar, og settu þeir búðir sínar þar við vatnið“. Þar fundu þreyttir vegfarendur mjúkt gras undir fót- um, sem eyðimerkursandurinn og hitinn höfðu sært og lamað. Þar var skjól að fá í skuggum pálmanna, og þar var gnægð lífgefandi' svalandi drykkjarvatns, er þeir þurftu við öllu öðru fremur, ljúfur áningarstaður langferðamönn- um á leið til síns fyrirheitna lands. Fyrir oss langferðamenn á lífsins vegum — á leið til fyrirheitna landsins — nýbyrjaða árinu, er opnað hefir oss hallardyr hins ókomna tíma — langferðamenn á leið til eilífðar er vor bíður, og óðum færist nær — er Elím ævarandi áeggjun til að leita samfélagsins við Guð, finna svölun og skjól á langferð lífsins í trausti til náðar hans og óþrotlegrar föðurelsku. — Áfram er viðlag lífs og örlög þess — áfram, í Jesú nafni, sigri hrósandi, mitt í þrautum lífsins, áleiðis til þess sem framundan er — fyrirheitna landsins, er bíður vor — á lífsins fögru ströndum — þegar lokið er vegferð vorri á vandförnum vegum mannlegs lífs — og heim er náð. Gleðilegl ár, í Jesú nafni!

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.