Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1951, Page 7

Sameiningin - 01.01.1951, Page 7
Sameiningin 0 að afstaða hans til okkar skapast ekki fyrst og fremst af embættisskyldunni, heldur af einlægri vináttu, djúpstæð- um skilningi, og innilegri löngun eftir að halda sambandinu við okkur sem lengst. Þeir eru sennilega fáir Vestur-íslend- ingarnir, sem heimsótt hafa ísland nú í seinni tíð, sem ekki hafa verið gestir að Gimli, heimili þeirra biskups- hjónanna í Reykjavík, og notið frábærrar rausnar þeirra og vináttu. Slíka gestrisni og vináttu er okkur hér vestra ljúft að endurgjalda í sömu mynt, og við vildum gjarnan hafa haft betra og lengra tækifæri til þess en hér var um að ræða. En Sigurgeir biskup á hinar miklu vinsældir sínar, heima og hér, ekki sízt því að þakka hve eðlilega og hispurs- laust hann umgengst fólk, að hann er hjartahlýr og ávalt hinn mikli mannvinur. Skozkur maður, nýkominn frá heimalandi sínu, sem þó hafði farið víða og kynnst mörgum „hástéttar“ mönnum hins gamla heims, lét svo um mælt, eftir að hafa kynnst Sigurgeir biskupi á þessari ferð hans: „Hér er biskup sem ég gleymi aldrei“. Hann hafði búist við að fyrirfinna regingslegan embættismann, storknaðan í mót- inu. En Sigurgeir biskup er ekki sú manntegund. Hann hefir valið sér það hlutskifti að láta stjórnast af sama anda og var í hinum fyrsta og mesta hirði guðsríkis á jörðunni. Maður nokkur, hér í borginni mætti biskupi á götu, heilsaði honum og sagði: „Koma ykkar hjónanna er mikil jólagjöf til okkar hér“. Þau orð eru samnefnari alls sem við nú hugsum og segjum um heimsókn þeirra. Hafið þökk fyrir komuna. Guð blessi ykkur, kirkju íslands, og islenzku þjóðina. __________-r__________ Hvaðanæfa Eftir séra G. GUTTORMSSON Tuttugu og sjö þúsund nemendur nutu kenslu á guð- fræðiskólum Bandaríkjanna árið sem leið — rúmum fimtán af hundraði fleiri en árið áður. Útgáfa fréttablaðsins nýja, “The Protestant World”, hef-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.