Sameiningin - 01.01.1951, Blaðsíða 14
12
Sameiningin
borist um allan heim til blessunar og uppbyggingar íyrir
æskulýðinn alstaðar.
Robert Raikes dó snögglega 1911; hann sat við skrif-
borðið sitt þegar kallið kom. Ekkert var hægt að gjöra; að
hálfri klukkustund liðinni var hann liðið lík. Hann var
stórmenni og einn í tölu hinna fjölmörgu endurbótamanna
á Bretlandseyjum, sem hafa gjört brezku þjóðina heims-
fræga, jafnvel eftir 30 ára starf og stríð, þegar Raikes dó,
gátu menn ekki enn gjört sér grein fyrir hvaða feikna
frama spor heimurinn hafði stigið, er Raikes stofnaði Sunnu-
dagaskólann.
Hinn merki enski söguritari J. R. Green hefir sagt, „að
Sunnudagaskólinn, sem Robert Raikes frá Gloucester stofn-
aði í lok 18. aldar, hafi verið upphaf alþýðumentunar hjá
þjóðinni“.
Nú er talið að Sunnudagaskólarnir vítt um heim telji
frá 30 til 40 milljónir meðlima. Sunnudagaskólinn stefnir
að því marki að innræta æskulýðnum kenningu Krists og
innræta þeim heilbrigt og fagurt líferni.
„Kenn þeim unga veginn sem hann á að ganga, og jafn-
vel á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja“.
Þess vegna ættu allir ungir og gamlir í okkar mann-
félagi að styrkja Sunnudagaskólana, og ekki einungis
hvetja æskuna til þess að vera lifandi meiður á því græna
tré, heldur líka ganga á undan með góðu eftirdæmi.
Enginn getur skaðast á því að læra kristna siðmenningu
og enginn maður verður minni maður þó hann krjúpi á
kné við fótskör meistarans, og enginn getur neitað því að
stofnun Sunnudagaskólans og starfsræksla hans innan
kirkjunnar hefir verið eitt af stærstu framförum á sviði
andans á síðari öldum.
_________+_________
Vegur lífsins
Eftir ÁRNA SVEINBJÖRNSSON
Náðugur og miskunsamur er Drottinn, þolinmóður og
mjög gæzkuríkur.
Góðum Guði sé lof! Ég hefi fundið veginn til eilífs lífs
og eilífrar sælu og ég hefi fundið þann sælasta blett undir