Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1951, Síða 15

Sameiningin - 01.01.1951, Síða 15
Sameiningin 13 sólinni fyrir synduga menn. Vegurinn er: Jesús Kristur, sonur hins lifanda Guðs. Hann sem skildi við föðurfaðm- inn og dýrðina á himnum, til þess að koma niður á þessa syndum spiltu jörð okkar. Já, alla leið niður á krossinn á Golgata, líða, blæða og deyja þar fyrir þig og fyrir mig. Fyrir hér um bil þrjátíu og fimm árum dreymdi mig draum. Ég fann mig standa austur við „Arnarvatnsheiði“ á íslandi, horfandi á jöklana, vötnin og haglendið, en ég sá engar kindur. Ég hrópa á féð, að það komi, og það kom hópur frá fjallinu, en það var ekki fé, heldur fólk, stórt og smátt, ungt og gamalt. Ég lít upp til himins og segi við Drottin: Ég hefi ekkert fyrir fólkið. Þá undir eins fer ég að syngja enskan sálm: “There is life for a look at the crucified one, There is life at this moment for thee, Then look, sinner, look unto Him and be saved, Unto Him that was nailed to the tree.” Drottinn leggur á hjartað mitt á þessum tíma að skrifa þennan vitnisburð og margt fleira til ástvina minna, góð- kunningja, íslenzkra bræðra og systra, en sérstaklega til ungu kynslóðarinnar. Af því að Drottinn er svo náðugur og miskunsamur þá trúi ég, að það verði einhverjum til blessunar og má vera sjálfum honum til dýrðar. Nú vík ég að sælasta blettinum undir sólinni, og tala nú sérstaklega til ungu kynslóðarinnar. Það er bletturinn við krossinn Jesú Krists. Þar fáum við þá upplýsingu, hrifningu og opinberun frá Guði, sem við hvergi annars staðar getum fengið. Dr. Kenyon, sérstakur Guðs maður hefir sagt: Enginn maður getur þekt Guð í gegnum þekkingu skilningarvit- anna, og enginn maður getur komist í fult samband við Jesúm Krist í gegnum þá þekkingu. En það er til önnur þekking, sem er opinberuð frá Guði til hjarta mannsins, sem aðeins fæst í trú, við krossinn Jesú Krists. Kæri ungi og eldri vinur: Þessa sæluríku opinberun er indælt að meðtaka þegar við erum einir í svefnherbergj- um okkar og beygjum hné okkar á heilagri jörð við kross- inn hans, en lyftum hjörtum okkar til almáttugs Guðs og játum, að við séum syndarar og þurfum frelsi, biðjum um fyrirgefningu og hreinsun/„fyrir blóð Lambsins bliða,/sem

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.