Sameiningin - 01.01.1951, Síða 17
Sameiningin
15
„Nýtt ár enn þá Guð oss gefur"
I máttugum nýárs sálmi segir séra Matthías Jochums-
son:
„Hvað boðar nýárs blessuð sól?
Hún boðar náttúrunnar jól“.
Svarið við spurningunni í þessu versi hefir mér fund-
ist ein hin allra einkennilegasta ljóðlína í sálmabókinni.
Má vera, að betur fari að telja hana sérkennilega! Það er
hún áreiðanlega. Hvað er átt við með þessum orðum „nátt-
úrunnar jól?“ Þegar ég fer að athuga þetta, rennur upp
fyrir mér sú sálarsjón, að jólin eru hið allra dásamlegasta
undur í mannkynssögunni, sem sýnir Guð í náttúrunni.
Guð í sköpunarverki sínu, Guð í hinu fegursta sambandi
við mennina, Guð kærleiksgjafarinnar miklu og allra góðra
hluta. Jólin eru tákn þessa kærleiksríka sambands Guðs
við mannkynið, og Matthías staðhæfir, að þetta samband
nái út yfir allan ársins hring. Með því að gjöra alt árið að
jólum, erum vér að staðhæfa, að kærleikur Guðs er hinn
allra dýrðlegasti sigurmáttur allrar tilverunnar, ekki ein-
ungis einn dag heldur árið alt, og öll ár til daganna enda.
Að þessu lúta fegurstu ljóðlínur sálmsins, eins og t. d.
þessar:
„Hann heyrir stormsins hörpuslátt,
hann heyrir barnsins andardrátt,
hann heyrir sínum himni frá
hvert hjartaslag þitt jörðu á.
í hendi Guðs er hver ein tíð,
í hendi Guðs er alt vort stríð;
hið minsta happ, hið mesta fár,
hið mikla djúp, hið litla tár“.
Þetta kemur heim við fyrirsögnina fyrir þessum orðum:
„Nýtt ár enn þá Guð oss geíur“.
Guð er frumorsökin í öllum gæðum; hann er gjafarinn
allra góðra hluta. Einnig árið, ásamt árunum öllum, er
gjöf Guðs. Eins og sólargeislarnir streyma niður á jörðina,
kyssa frækornin og blómknappana sem lífgjafi þeirra, og