Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1958, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.12.1958, Blaðsíða 6
4 Sameiningin meSal íslendinga hve oft gamalt fólk sagði mér frá þeirri úrlausn á andvökunóttum að fara þá með sálma og ljóð, er það lærði í æsku. Það færði með sér frið og ró og upplýsti einmanalegar nætur með andlegri blessun og gleði. Það hefir átt sinn þátt í því að láta „Drottins ljóma jól“ fyrir fjölmarga, og slíkt kyrlátt jólahald hefir í för með sér mikið ágæti. Það þarf ekki að sjálfsögðu að valda tekjuhalla að vera kominn á efri ár. Rétt álitið getur þar verið margt til uppbótar. Engin kjör þurfa að skyggja á þetta einfalda innra jólahald. Það ætti ætíð að vera bjart yfir kristinni elli og þá einnig á jólunum. Lofgerðarbæn Símons er þar til fyrir- myndar. Hans heitasta þrá í lífinu var uppfyllt er hann fékk að sjá Jesú barnið og taka það sér í fang. Alt annað var smátt í sambandi við það. Nú getur hann beðið með gleðiríkri ró: „Nú lætur þú, Drottinn, þjón þinn í friði fara, eins og þú hefir mér heitið .... því að augu mín hafa séð hjálpræði þitt.“ Sælir eru þeir sem á efri árum eiga þetta hugarþel. Þeir þurfa ekki að útiloka sig frá almennri jóia- gleði þeirra sem yngri eru, en hún verður yfirskyggð af fullvissunni að fyrirheit Drottins standa stöðug. Blessuð og fagnaðarrík jól til allra, er þessi orð ná til. Jólafögnuður Eftir séra S. ÓLAFSSON Jól í hreysi og höllum hringja klukkur nú inn. Jól með fjörðum og fjöllum — fæddur meistari þinn. Berst bergmál um hlíðar, boðar hækkandi sól. Hljómar víðar og víðar: Vinir, gleðileg jól! Af öllum hugtökum sem jólaboðskapnum fylgja má segja að gleðin sé það hugtak, sem mest ber á. Þess vegna hafa jólin verið nefnd gleðiháiíð, og það með öllum sanni eru þau. En gleðin birtist á mismunandi hátt hjá hinum ýmsu, er við frásöguna koma í Nýja testamentinu. Fjár-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.