Sameiningin - 01.12.1958, Síða 7
Sameiningin
5
hirðarnir eru úti að gæta hjarðar sinnar að nóttu til. Þá
er það að þeir heyra boðskap himneskra herskara: „í dag
er yður frelsari fæddur,“ o. s. frv. Dýrð Drottins ljómar
umhverfis þá. Þeim nægir ekki að heyra boðskapinn, heldur
finna þeir sig knúða til að fara og sjá barnið. Gleðiboðskap-
urinn um fæðingu hans fær fylling við það að mega líta
hann augum. Vissan um nálægð Guðs er nú þeirra, er þeir
halda aftur til starfs síns, og tóku hinn síðari hluta nætur-
vökunnar. Nóttin hvarf fyrir ljósi hins nýja dags. Þeir voru
endurnýjaðir af styrk trúarinnar. Þeir höfðu þreifað á
handleðislu Guðs, og áttu nú öryggi og traust í sálu sinni.
Vitringarnir eru á öðru stigi heldur en hinir fátæku
fjárhirðar. Þeir hafa ekki útsýn þeirra, er uppfræddir höfðu
verið á Gyðinglega vísu um hinn fyrir heitna Messias. En
þeir eiga þessa undursamlegu hugarsýn, að hinn almáttugi
Guð, stjórnari alheimsins, ráði öllu, og í auðmýkt leggja
þeir af stað eftir leiðsögn hans. Hver þeirra um sig hafði
verið knúinn til þess af innri mætti Guðdómsins í sinni
eigin sál, að fara og leita að hinum nýfædda konungi.
Meðferðis hafa þeir gjafir, er þeir álitu samboðnar honum.
Yfir ömurlega eyðimörk liggur leið þeirra, en eftir því sem
leiðin verður lengri eykst þeim fullvissan um að Guð sé
að leiða þá. Er þeir hafa fundið barnið krjúpa þeir í lotningu
og tilbeiðslu og færa honum gjafir sínar. Það hugarfar
gerir gjafirnar honum samboðnar. Guð, sem hafði leitt þá
til Betlehem, leiðbeinir þeim að varast svikráð Heródesar
konungs, er þeir snúa heimleiðis aðra leið. Öryggi og gleði
fyllir sál þeirra, er þeir höfðu augum litið hinn nýfædda
konung, sem Drottinn hafði leitt þá til, og sem þeir nú
vildu hlýða og helga vilja sinn.
Að lokum athugum við komu Símonar í helgidóminn,
er foreldrarnir koma þangað með barnið Jesú, eftir reglu
lögmálsins. Símon var réttlátur og guðrækinn og vænti
huggunar ísraels. Honum hafði verið birt það af heilögum
anda, að hann skyldi „ekki dauðann líta fyrr en hann hefði
séð Drottins smurða.“ Hann tók barnið í fang sér og lofaði
Guð og sagði: „Nú lætur þú herra þjón þinn í friði fara, eins
og þú hefir heitið mér, því að augu mín hafa séð hjálpræði
þitt, sem þú hefir fyrirbúið í augsýn allra lýða, ljós til opin-
berunar heiðingjum, og til vegsemdar lýð þínum ísrael.“
Símon er framsögumaður hinnar trúuðu elli, sem hér talar