Sameiningin - 01.12.1958, Qupperneq 8
6
Sameiningin
og gleðst. Gleði hans hefir öðlast öryggi af vissunni, því að
hann hafði Drottinn augum litið, og er því tilbúinn að stíga
hið síðasta fótmál.
Mættu þessi komandi jól færa með sér hina sönnu jóla-
gleði til alls kristins fólks. Sú gleði er í því fólgin að leita
á hans fund, sem á jólunum fæddist frelsari mannanna,
Jesúm Krist, og finna öryggi og gleði í samfélaginu við hann,
ekki einungis um jólin, heldur um alla ókomna tíð.
Sannleikurinn og frelsið
Erindi flutt í Háskóla íslands 1. desember 1957
Eftir séra HARALD SIGMAR
Frelsi, engu síður en þekking, er áhugamál þessa háskóla
sem annara mentasetra. Orð Jesú Krists úr áttunda kafla
Jóhannesarguðspjalls, sem einnig blasa við sjónum okkar á
hinu fagra altari þessa helgidóms, eiga því við á þessum degi:
„Sannleikurinn mun gera yður frjálsa.“
Sjálfstæðisbarátta íslendinga, sem lauk með fullum
sigri 1944, hefur vakið athygli og aðdáun meðal frelsis-
unnandi fólks um allan heim. En fáir hafa tekið innilegri
þátt í gleði Islendinga yfir fengnu frelsi né skilið betur bar-
áttuna, er á undan fór, en Vestur-Islendingar. Og þótt ég
sé íslendingur í þriðja lið og líti nú feðraland mitt í fyrsta
sinn, þá finnst mér ég vera tengdur atburðum þessum
ákveðnum böndum, og ég fagna því tækifæri nú, er mér
býðst, að taka þátt í hátíðahöldum þessa dags, þegar minnst
er hins þýðingarmikla áfanga, sem náðist árið 1918.
Og eigi er það undarlegt, hversu djúpa samúð íslend-
ingar hafa sýnt þeim þjóðum eða hópum, sem barizt hafa
fyrir frelsi sínu, hvort sem um hefur verið að ræða bar-
áttuna gegn þrælahaldi í Ameríku, hina nýafstöðnu frelsis-
uppreisn Ungverja eða jafnvel þó að ég leiti svo langt að
nefna brottför Israelsmanna úr Egyptalandi undan kúgun
og áþján Egypta, þar sem þeir nutu leiðsagnar og forustu
hins mikla trúar- og frelsisleiðtoga, Mósesar, sem hiklaust
má telja meðal fremstu þeirra manna, sem barizt hafa fyrir
fullveldi og hagsæld þjóða sinna.
Það er vart hægt að hugsa sér, að ímyndunarafl okkar