Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.12.1958, Qupperneq 10

Sameiningin - 01.12.1958, Qupperneq 10
8 Sameiningin kvartaði og möglaði og leit jafnvel til baka til kjötkatlanna í Egyptalandi, þrátt fyrir hina erfiðu daga þar. Frelsisganga hinnar litlu þjóðar ísraels var erfið. Hún knúði fram alla kosti foringjans og reyndi á hið bezta í fari einstaklinganna, þolgæði, festu og trúmennsku. Og sífellt varð það rödd Drottins, sem Móse flutti þjóð sinni, sem gaf þeim sínýjan styrk á hinni löngu leið. Mér finnst ég sjá hér mynd af frelsisbaráttu þjóðanna æ síðan, og er ekki hlutur fullhugans mikla, Jóns Sigurðs- sonar, líkur? Var það ekki lífsköllun hans að endurvekja frelsisþrá Islendinga og leiða fram til sigurs allt það, sem frelsi Islands þurfti sér til styrks? Og sannarlega varð mikil vakning á flestum sviðum með íslenzku þjóðinni, áður en lokatakmarkinu varð náð. Baráttuárin voru einnig mikil reynsluár, sem leiddu það allt í ljós, sem íslenzk þjóðarsál átti til. Sú barátta, sem við minnumst í dag bendir á starf Guðs í sálum mannanna. Þetta minnir á þann Guð, sem gaf manninum þá frelsisást að hann vill fremur heyja baráttu, en eiga öryggi án frelsis. Já, hann kýs fremur dauðann sjálfan en kúgun og áþján. Fresisbarátta liðins tíma minnir á hið guðlega og fullkomna, því að frelsisbarátta sögunnar er aðeins þjóðernisleg, stjórnmálaleg, eða efnahagsleg túlkun þess sanna frelsis, sem öllum var í upphafi ætlað. Á stundu sem þessari erum við minnt á þá staðreynd að kærleikur Guðs er svo alger, að Hann lagði sjálfan sig í sölurnar svo að börn Hans mættu hafa frelsi, en eigi verða þrælar hins illa. I fyllingu tímans sendi Guð eingetinn son sinn til að vekja heiminn af svefni syndar og kalla hann til þess frelsis, sem Drottinn hafði búið öllu mannkyni. Þetta er kjarninn í boðskap aðventunnar. I þessu er baðskapurinn um komu Krists fólginn. Og í þessum orðum Jesú, sem ég vil nú lesa úr Jóhannesar guðspjalli, er að finna frelsiskall Krists: „Sannarlega, sannlega segi ég yður, sérhver sem syndina drýgir er þræll . . . Ef þér standið stöðugir í orði mínu, þá eruð þér sannarlega lærisveinar mínir, og munið þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa . . . Ég er vegurinn, og sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðursins nema fyrir mig. Ef því sonurinn gerir yður frjálsa, munuð þér vera sannarlega frjáls.“

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.