Sameiningin - 01.12.1958, Síða 21
Sameiningin
19
þess að hamla gegn algerri einmótun í hugsun, fullkominni
undirgefni undir kúgunarvaldið.
Opinberunarbókin aíhjúpar atburði samtíðar sinnar. Að
baki hins jarðneska sýningarsviðs eru alheimsleg átök ills
og góðs. Á bak við ofdramb valdsins, á bak við andlega og
líkamlega þrælkun, á bak við býlífi og heimslund, á bak
við sleikjuskap fjöldans frammi fyrir bolmagni, vopnum,
trúarlegum lýðskrumurum og' gullsins jöfrum, eru illra
valda vélar, undirdjúp yztu myrkra. Á bak við kristið þol-
gæði örvona þrenging, djörfung gagnvart ofurefli, heillyndi
og trúnað, á bak við játningu kirkjunnar, bæn hennar,
boðun og kærleiksþjónustu er Drottinn ljóssins, Hvíti-
Kristur, og himneskar fylkingar hans.
Samtíðarsagan er hrikalegt drama. Baksvið þess er til-
veran í heild. Hvert mannsbarn er ábyrgur meðleikandi.“ —
Þessi tilvitnun, þó að hún njóti sín enn betur í samhengi
umgerðar sinnar, gefur eigi að síður nokkura hugmynd um
það, hvernig höfundurinn fer með sitt vandasama viðfangs-
efni í prýðilegri inngangsritgerð sinni, jafnt um skarp-
skyggni í hugsun og um sambærilega snilld í máli og stíl.
Sama handbragð er á skýringum hans við Opinberunar-
bókina, sem eru meginmál þessa rits hans (bls. 38—224),
en hann túlkar hana kapítula fyrir kapítula, vers fyrir vers.
Haldast hjá honum í hendur lærdómur, glöggskyggni og
alþýðleg meðferð efnisins. Táknmál hinnar stórbrotnu bók-
ar, myndir hennar og líkingar, djúptækur boðskapur henn-
ar, allt verður þetta lifandi fyrir sjónum lesandans undir
handleiðslu höfundar umrædds skýringarrits. Hann mælir
því af mikilli hógværð, er hann segir í lok eftirmála síns:
„Von mín er sú, að þetta verk missi ekki að öllu þess mark-
miðs síns að gera annarlegt táknmál Opinberunarbókar
skiljanlegt nútímamönnum og boðskap hennar ljósari en
ella.“
Rit hans nær þeim tilgangi sínum í ríkum mæli, og
mun því mörgum að gagni koma, opna þeim heima nýs
skilnings við lestur Opinberunarbókarinnar. Og jafnframt
mun þeim einnig verða það ljósar en áður, að hún á sér-
stakt erindi til vorra tíma, því að á vorri örlagaþrungnu öld
stendur stríðið um helgasta rétt mannsins gegn kúgunar-
valdi harðstjórnar og andlegs einræðis.