Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1945, Síða 3

Sameiningin - 01.05.1945, Síða 3
ái>ametmngtn Mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi Islendinga gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi ísl. í Vesturheimi. Ritstjóri: Séra Sigurður ólafsson, Box 701, Selkirk, Man. Féhirðir: Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Ave., Winnipeg. 60. ÁRG. WINNIPEG, MAÍ, 1945 Nr. 5 Bœn við átríðslok “Friðarins guð, in hæsta hugsjón mín. höndunum lyfti eg í bæn til þín.” Til þín heilagi faðir lyftum vér jarðarbörnin hugum og hjörtum á þessum blessaða langþráða degi. Eftir honum höfum vér lengi vænt og um hann beðið. Vér lofum og vegsömum þitt heilaga nafn fyrir elsku þína og náð, frá æsku vorri til þessarar stundar. En sérílagi þökkum vér þína -eilífu föðurvernd á umliðnum ægilegum stríðsárum, þegar að þróttur vor virtist ætla að dvína, sökum óvissu örlaganna snertandi fjarlægu ástvinina og alt er vér bárum fyrir brjósti. Föðurleg umönnun þín brást oss aldrei. Vér lærðum að treysta því að þú gafst þreyttum styrk fyrir hverja líðandi stund, lærðum að treysta þinni eilífu föður- vernd sonum vorum og dætrum til handa, mitt í hættum og mannraunum er þau daglega áttu við að stríða. Vér hugguðumst við það, að jafnt í lífi og í dauða að allir sem á þig vona eru öruggir í föðurfaðmi þínum. Vér biðjum þig að blessa sálir þeirra sem heim hafa verið kallaðir; leið þá til fullsælu dýrðar þinnar. Mætti minningin um þá helga oss og blessa; ger oss hæfa til að lifa í þeim fórnaranda er þeir sýndu í lífi og í dauða. Styrk þá sem enn verða að heyja þetta stríð til enda. Gef oss náð til að

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.