Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1945, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.05.1945, Blaðsíða 5
85 Þú heyrðir hér íslenzkan sálmanna söng frá sigrandi landnemans hjarta. Um sáðlöndin fórstu og sást þeirra föng sannasta gróðann frá hverri korn stöng, er lyftist mót Ijósinu bjarta. í musteri drottins við altarið inst þú ávannst þér hjörtu guðsbarna. Þú blessaðir hópinn, ei fegri bæn finst í frelsarans nafni þér verkið æ vinnst þitt lífsstarf er lýsandi stjarna. Ingibjörg Guðmundsson, Tujunga, California. Framkvæmdarnefnd Hins Evangeliska Lúterska Kirkju- félags Islendinga í Vesturheimi, hefur samþykt að halda ársþing Kirkjufélags vors dagana 21. til 26. júní í sumar. -Samkvæmt góðu boði Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg verður þingið haldið hjá þeim söfnuði. Byrjar það með guðsþjónustu, altarisgöngu, þingsetningu og skýrslu forseta, fimtudagskvöldið 21. júní kl. 8 e. h., í Fyrstu lútersku kirkju. Þetta þing er sérstakt hátíðarþing, þar sem þar verður minst hundrað ára afmælis Dr. Jóns Bjarnasonar, hins ástsæla leiðtoga félagsins á fyrri árum, og kirkjufélagið minnist líka 60 ára afmælis síns. Einn af hinum góðu aðkomu- gestum á þinginu verður hinn mikilsvirti forseti U.L.C.A. — Dr. Franklin C. Fry. Síðar verður þingið með dagskrá þess formlega auglýst. En marga mun fýsa að vita um þingtímann sem fyrst. H. Sigmar, forseti.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.