Sameiningin - 01.05.1945, Síða 8
88
sem öll ríki eiga þingsæti, sífelt með höndum hið mikla
hlutverk að efla friðinn. Þetta þing verður mesta fulltrúa-
mótið í heimi, nokkurs konar heims-alþing, ef alt fer að
óskum. Þar mæta margir af heimsins beztu og vitrustu
mönnum ár eftir ár, bera saman ráð sín og hugmyndir og
venjast á að vinna saman að velferðarmálum þjóðanna.
Þinginu er ætlað að koma heimsmálunum í friðsamlegt
horf á öllum sviðum, — í stjórnarfari, bjargræðisefnum og
félagslífi — víkka verkahring laga og réttar í alþjóðamálum
og hlynna að velmegun og siðmenningu gjörvalls mann-
kynsins.
Sérstakri sveit manna í þinginu er ætlað að annast rann-
sóknir og ráðaleitanir á þessu sviði. Deildin er skipuð full-
trúum átján þjóða, sem þingið velur þriðja hvert ár úr
sínum hópi. Eiga þeir meðal annars að hafa gætur á hinum
sífeldu straumhvörfum í iðnaðar- og viðskiptalífi heimsins,
sem oft hafa valdið misfellum, þjóðaríg og jafnvel ófriði,
en mega þó eins vel leiða til samstarfs, ef vel er farið að.
“Velmegunar og félagsmála ráðið” er þessi þingdeild kölluð
— Economic and Social Council. Hún má setja nefndir sér-
hæfra manna til rannsóknar í hverju því máli sem slíks
krefur, eða leita liðs af þeim milliþjóðanefndum, sem þegar
eru til. Munu nefndirnar fjalla um atvinnumál, akuryrkju,
gagnskipti og önnur verzlunarmál, uppgötvanir, gjaldeyris-
mál, og svo framvegis. Ráðuneytið hefir ekki vald til að
skipa fyrir; það aðeins leiðbeinir og gefur upplýsingar.
Dumbarton Oaks fundurinn ætlaðist til þess, að al-
þjóðaþingið með þessu “velmegunar ráði” mætti með tím-
anum verða eins og þungamiðjan í allri viðleitni til sam-
starfs á meðal þjóðanna og ná að bæta lífskjör alþýðunnar
í öllum löndum.
Þá er vígvarnarskyldan; hún hvílir á stórþjóðum allra
mest, segja forsendurnar, og fjallar því öryggisráðið um það
hlutverk að mestu leyti. Tvenskonar vörn kemur þar til
greina; fyrst að afstýra hættunni, og síðan að kæfa niður
bálið sjálft ef hið fyrra bregst. Við ófriðarhættunni setur
samþyktin ýmsar varnir. Fyrst þá, að sérhver þjóð, sein
gengur í sambandið, undirgengst að veita öllum ágreiningi
friðsæl endalok með hverju því móti sem bezt hentar.
málamiðlun, samningi, milligöngu annara, gjörðadómi, eða
úrskurði alþjóðaréttar; og geta sjálfsagt mörg þrætumál