Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.05.1945, Page 9

Sameiningin - 01.05.1945, Page 9
89 fengið afgreiðslu á þessum vegum án þess að þau komi fyrir öryggisráðið. Samþyktin gjörir vitaskuld ráð fyrir stofnun alþjóða- dóms — International Court of Justice — og er honum ætlað nokkuð vítt verksvið. Hann dæmir ekki aðeins í málum, sem fyrir hann eru lögð, heldur veitir öryggisráði og alþjóðaþingi leiðbeiningar í lagaefnum, hvenær sem þess er óskað. En ef öll ráðin bregðast, sem nefnd voru, og gripið er til vopna, þá kveður öryggisráðið allar þjóðir í bandalaginu til að beita þvingun við sökudólgana. Reynt er þó enn að fara friðarveg. Vígaþjóðin er einangruð, fyrst á vegum verzlunar og stjórnmála, og ef það dugar ekki, þá er sam- göngum lokið og póstflutningi, að einhverjum parti eða þá algjörlega. En ef ekkert af þessu dugar, þá kemur síðasta úrræðið — að beita hervaldi. Öll ríkin í þjóðabandi þessu viðurkenna það, í sjálfri stofnskránni, að slíkri vígavörn sé beitt fyrir þeirra hönd af hálfu öryggisráðsins. Þann skilning staðfesta þau með undirskrift sinni um leið og þau ganga í bandalagið, og heita því jafnframt að hafa sífelt á takteinum fyigi sitt og aðstoð, og hersveitir sömuleiðis, og leggja það fram, hve- nær sem öryggisráðið kallar eftir slíku. En öll sú aðstoð er glöggum samningi bundin með hverri þjóð. — Hér er þá öryggisráðinu gefið vald til hernaðar; og er það meiri styrkur en stórveldaráðið hafði í þjóðbandalaginu gamla, sem jafnan reyndist of máttlítið þegar í harðbakka sló. En þá kemur gamla spurningin, hvort ekki sé með ákvæðum þessum höggvið of stórt skarð í fullveldi hverrar þjóðar. Meðmælendur þessa máls neita því og færa þau rök til, sem hér fylgja: 1. Öryggisráðið getur hvergi kallað eftir meiri hjálp en hver þjóð hefir lofast til að veita; og þau loforð eru bundin samningi sem staðfestur er eftir lögum hverrar þjóðar. Meiri hjálp verður ekki heimtuð af nokkurri þjóð, nema þá eftir nýjum samningi. Hér er alls ekki gengið nær fullveldinu, heldur en þegar tvær eða fleiri þjóðir gjöra með sér varnarsamninga, eins og tíðkasc hefir frá alda öðli. 2. Stórþjóðirnar fimm hafa aldrei meiri hlut atkvæða í öryggisráðinu. Sex smærri þjóðirnar, sem kosnar eru í ráðið, hafa þar sífelt eitt atkvæði umfram hinar. 3. En í alþjóðaþingi eru smáríkin í miklum meiri hluta og geta þau hæglega valdið úrslitum í hverju máli þar,

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.