Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.05.1945, Page 10

Sameiningin - 01.05.1945, Page 10
90 nema sundrungin fari fram úr öllu hófl. 4. Þingið hefir frumkvæðis- eða reifingarvald í öllum deilumálum, jafnvei þegar þau horfa til ófriðar; getur annast þau mál og leitað þeim úrlausnar áður en þau eru tekin fyrir í ráðinu. Þingið kemur saman árlega, eða oftar ef þörf gjörist. Og ráðið gjörir þinginu grein fyrir gjörðum sínum, og getur þingið aðhylst þær gjörðir eða mótmælt þeim. Að sjálfsögðu verður friðurinn aldrei vel tryggur nema samlyndi allgott eigi sér stað með stórveldunum. En Dum- barton Oaks samþyktin gefur þó smáum ríkjum miklu betri aðstöðu á þeim vettvangi, heldur en þau hafa nokkurn tíma haft áður. Þau geta hér haft stöðugar gætur og jafnvel hemil, ekki svo lítinn, á gjörðum stærri þjóðanna, og líklega bjargað friðnum úr margri hættu ef vel er á efnum haldið. Þá er eftir fjórða forsendan. Hún hljóðar um takmörkun vígbúnaðar og liðsafla. Undir því fargi rís engin þjóð til lang- frama, stór eða smá, eins og nú er komið heimsmálum og fram horfir; og liggur því þörfin í augum uppi. En mikilvirkar verða víst fáar þjóðir eða fljótvirkar í þeim efnum, nema þær öðlist góða tiltrú til þjóðabanda- lagsins nýja; sjái þar bæði einbeittan vilja og þann mátt sem að haldi kemur. Menn muna of vel eftir vansmíðum, mistökum og hálfverknaði gamla þjóðabandalagsins; og hitt er ekki gleymt heldur, hvernig fyrri tilraunirnar til samkomulags um vopnatakmörkun enduðu allar með skelf- ingu. Öryggisráðið og alþjóðaþingið verða að ryðja hér brautina með frammistöðu sinni í friðarmálinu yfirleitt. Sérstök störf eru þó báðum ætluð á þessu sviði þegar frá byrjun. Þingið á að “athuga þær frumreglur, sem fylgja þarf yfirleitt við takmörkun eða taumhald á vígbúnaðin- um”. En ráðinu er ætlað að fara feti lengra, sjá um “að sem allra minst af auðæfum og mannafla heimsins sé haft til vígbúnaðar”. Hér hefir þá verið skýrt frá meginmáli þessarar sam- þyktar. Umsögnin fer að mestu eftir lýsingu meðhalds- manna, og sýnir hún hvernig fundarmenn sjálfir þar í Dumbarton Oaks hugsuðu sér að greinarnar myndu gefast í reyndinni ef samþyfkktin næði staðfestingu. Mótið í Dumbarton Oaks var undirbúningsfundur, og samþykktin var að eins tillaga eða frumvarp til reglugjörðar. Þegar þetta er skrifað hafa fulltrúar Bandaþjóðanna komið á fund í San Francisco. Eiga þeir að semja fullnaðar-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.