Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.05.1945, Page 11

Sameiningin - 01.05.1945, Page 11
91 lög eða reglugjörð um þjóðabandalagið nýja. Dumbarton Oaks samþykktin verður lögð þar til grundvallar, líklega með einhverjum breytingum. Því er ekki að leyna, að samþykktin hefir sætt að- finslum. Greinarnar hafa orðið að drjúgu umræðuefni síðan þær voru birtar og hefir þeim verið fundið ýmisiegt tii foráttu. Leiðandi kirkjumenn hafa gjört þær að fundar- máli, bæði kaþólskir og mótmælendur. Hafa þeir gjört út af því máli funda-ályktanir, sem líklega verður framvísað, ef kostur er, á sambandsþjóðafundinum þar í San Francisco. í annari grein mun eg reyna að gjöra grein fyrir helztu atriðunum í þessum aðfinningum og gefa dálítið yfirlit yfir úrslit þeirra mála á San Francisco fundinum. G. G. Kirkjan í hinum frjálsu norður- héruðum Noregs Eftir Arne Fjellbu, biskup SigurÖur Ólafsson, þýddi Höfundur þessarar greinar var á umliðnum vetri skip- aður biskup í Norður-Noregi, eftir burtför Þjóðverja þaðan. Hann er þjóðkunnur maður um endilangt ættland sitt, og hefir staðið framarlega í baráttunni gegn þýzkum yfir- gangi og áhrifum. Hann flúði land sitt 1 síðastliðnum janúar- mánuði. Fjellbu biskup er fæddur í Norður-Dakota ríki, en foreldrar hans fluttu til Noregs er hann var ungur sveinn að aldri. Þar ólst hann upp og menntaðist; hann er bernsku leikbróðir séra S. Ó. Thorlákssonar fyrrverandi trúboða vors, og hafa þeir haldið æfilangri vináttu. Foreldrar Fjellbu biskups fluttu til Noregs um líkt ieyti og séra N. S. Thor- láksson og frú hans og börn fluttu til Selkirk. Kirkjur í norðurhluta Noregs eru langt hver frá annari. Sumar þeirra eyðilögðust í baráttu umliðinna stríðs ára,

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.