Sameiningin - 01.05.1945, Page 14
94
vinsamlegar. í samtali við mig lét hann í ljósi gleði sína
yfir komu minni. Okkur er kunnugt um mótstöðu þína og
baráttu gegn Nazistum, sagði hann. Afstaða þín skapar
þér heillavænleg áhrif á hugi fólksins. Þú munt verða
þjökuðum samlöndum þínum til blessunar, og gefa þeim
kjark til að hefja viðreisnarstarfið sem bíður þeirra. Þess
utan gaf hann mér mikilsverðar upplýsingar um það hvernig
að ferðalög mín gætu orðið að sem mestum og hagkvæm-
ustum notum.
Á einum stað þar sem að guðsþjónusta var auglýst
en ekkert skýli var fáanlegt greiddu rússnesku foringjarnir
fyrir mér. Eg hefi verið að öllu leyti frjáls bæði í fyrir-
ætlunum mínum og frámkvæmdum. Þeir hafa hjálpað
mér, eftir því sem í þeirra valdi hefir staðið.
Kirkjan í Norður-Noregi hefir á undanförnum hörmunga
og baráttuárum reynst að vera köllun sinni trú; umliðin
ár hafa verið beiskir reynslutímar biskupum, prestum og
öllum safnaðarlýð — og hefir kostað mikla sjálfsfórn af
flestra hálfu. Nú er kirkjan hér “norður á hjara heims”
fyrir guðs náð — frjáls — og þráir að þjóna meistara sínum
og samtíð betur en nokkru sinni fyr.
Oft eru hinar ýmislegu leiðir mannanna líkar götum
stórborganna; þær eru ýmist bjartar eða dimmar, eftir
legu þeirra eða stefnu, og hvernig þær horfa við sólu. Þegar
sólin fær notið sín, fær hún sjaldan skinið á þær allar í einu.
Iðulega er gatan björt annars vegar, en dimm á aðra
hlið, en þá er hægt að víkja yfir á björtu hliðina, og þá
fara menn hressari í huga.
Þannig eru götur mannlífsins; sjaldan eru þær svo
dimmar, að ekki gæti sólskins um nokkurn hluta þeirra.
Að vísu getur verið all-dimt með köflum, en það mun
naumast endast lengi.
Nú er dimt mjög í heiminum, er sízt að undra þótt
mörgum fallist hugur af þeim miklu myrkrum.